Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 45

Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 45
„Ég fór út að ganga," sagði ég og vonaði, að hann veitti því ekki athygli, hve skjálfrödduð ég var. „Það er víst eina upplyftingin, sem þú hefur, er ekki svo, Ur- sula?" sagði Lennie og andvarp- aði. „Svo sannarlega hefur sam- búðin við mig ekki veitt þér mikla gleði. Engar skemmtanir, engin falleg föt. Ég hafði ekki ætlað mér að láta það fara svona. Ef til vill —" Hann þagnaði. „Ef til vill ættum við að selja jörðina. Kannske þú yrðir hamingjusam- ari, ef við byggjum í borg.' Allt í einu skammaðist ég mín fyrir það, sem ég hafði verið að gera með Arnie, og ég gat ekki einu sinni litið framan í mann- inn minn. Hér hafði ég verið að svíkja Lennie og mín vegna var hann að hugsa um að selja jörðina, sem var honum þó dýr- mætari en allt annað. „Lennie!" hrópaði ég. „Þú mátt ekki láta þér detta það í hug. Þessi staður er þitt líf!" „Þegar við giftumst hét ég því að vera þér alltaf góður," hélt Lennie áfram. „Þess í stað hef ég gert þig að þræli!" Tárin brutust fram í augu mér. ,„Þú hefur verið mér góður, Lennie," hvíslaði ég. „Ég er ekki að kvarta!" Lennie gekk til mín og lagði handlegginn utan um mig. „Nei," sagði hann. „Það gerir þú aldrei. Þú hefur verið dásamleg eigin- kona, elskan mín." Ég óskaði, að gólfið opnaðist undir fótum mér, þegar hann sagði þetta. Dásamleg eiginkona! Hann hefði ekki sagt það, ef hann vissi, hvar ég var þá um kvöldið og hin kvöldin, sem ég hafði ver- ið með Arnie í hlöðunni. Hann myndi ekki vera að hugsa um að selja jörðina og flytja til borg- arinnar til þess að gera mér auð- veldara fyrir, ef hann vissi, að ég hefði verið honum ótrú allt sumarið. Upp frá þessari stundu fór ég að fyrirlíta sjálfa mig og gera mér grein fyrir, hve svívirðilega það var, sem ég hafði" aðhafzt. Þá fyrst sá ég sjálfa mig í réttu ljósi. Ég hafði hagað mér eins og auð- virðuleg götudrós. Lennie myndi yfirbugast ef hann kæmist að því. „Ég skal aldrei gera það aftur," hugsaði ég. „Einhvern veginn skal ég vinna bug á þessu tilfinningabrjálæði mínu." Upphátt sagði ég, „Lennie, seldu ekki jörðina. Þegar tímar líða mun hún gefa arð. Ég er viss um það!" Lennie faðmaði mig. „Guð blessi þig fyrir að hafa trú á mér, Ursula. Ef til vill vegnar okkur betur næsta ár og getum þá lag- MARZ, 1957 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.