Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 47

Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 47
þróast hún hægt og rólega og styrkist stöðugt með auknum þroska. Ég man hve mér. var þungt um hjartarætumar, þegar ég leit á Lennie og óskaði þess í hyldjúpri örvæntingu, að ég hefði beði eftir ást okkar —- að ég hefði ekki kynnst auðvirðulegum hvötum Arnie Donnell. Aftur leið að sumri og Lennie þarfnaðist meiri aðstoðar en nokkru sinni fyrr, þar sem kart- öfluræktin var svo umfangsmikil. Þó hafði ég ekki búizt við að Arnie Donnell kæmi aftur, og þegar ég sá hann standa í eld- húsinu starandi á mig að vanda, roðnaði ég. Ég leit af honum eins fljótt og ég gat. ,,Þú ert fallegri en nokkru sinni fyrr, Ursula," hvísl- ■aði hann. ,,Þín vegna kom ég hingað aftur í sumar. Ég gat ekki gleymt þér." Ég svaraði honum ekki. Hvern- ig gat ég nokkurn tíma hafa verið hrifin af honum? Ég vildi ekki, að hann snerti mig framar. En Arnie var ekki á sama máli. Eitt kvöldið kom hann heim á bæinn. „Lennie þurfti að fara til borgarinnar til þess að fá gert við kartöfluhreinsarann," sagði hann. „Hann verður tímakorn í burtu, elskan." Svo glotti hann. „Ég hélt að þú vildir vita það.” Hann gekk til mín og tók mig í faðminn. Líkami minn var dof- inn og óeftirgefanlegur, en hann var of æstur til að veita því at- hygli. „Ég hélt, að okkur gæfist aldrei framar tækifæri til að vera ein, þar sem þú þýtur alltaf á þessa bændafur.di í hvert sinn, sem Lennie fer. Það er næstum því eins og þú hafir verið að forðast mig. En ég veit, að það myndir þú ekki gera, Ursula, eftir allt, sem skeði síðastliðið sumar og . .. Þú gætir ekki hafa gleymt kvöldunum -—" Ég sleit mig aí honum. „Því er öllu lokið, Arnie! Síðan það var hef ég alltaf skammast mín og fundist ég saurguð. Það var sví- virðilegt gagnvart Lennie. Ég hlýt að hafa verið brjáluð ..." „Víst varstu brjáluð . . . brjáluð í mér. Alveg eins og ég er brjál- aður í þér! Heyrðu mig, Ursula, mér er ennþá eins innanbrjósts, svo að þú verður! Eða —" Hann leit í kringum sig í eldhúsinu og brosti íbygginn. „Kannske ertu hrædd við að missa Lennie fyrst hann hefur grætt nokkra skild- inga. Kannske er það þess vegna, sem þú leggur þig svo í líma við að þykjast vera ástúðleg eigin- kona!" Ég hristi höfuðið. „Ég er ekki að þykjast, Arnie. Ég elska manninn minn. Mér varð á að gera glappaskot. Nú skaltu vera MARZ, 1957 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.