Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 32
Það kom fram við réttarhöld- in, að þau höfðu elskazt árum saman og trúlo.fazt, en foreldrar stúlkunnar voru mótfallin ráða- hagnum. — Ungu elskendurnir voru alltaf saman, þegar hann átti leyfi, og síðasta daginn, sem hann var í leyfi, hafði hann sagzt ætla að fremja sjálfsmorð með gasi, því að hann hefði ekk- ert til að lifa fyrir, lífið væri honum tilgangslaust. Hún hafði sagt að hún gæti ekki lifað án hans, og þau höfðu því ákveðið að fremja sjálfsmorð saman, farið heim til hans, skrúfað frá gasinu, og ungi her- maðurinn hafði dáið. Á miða, sem hann hafði skrifað stóðu þessi orð: „Okkur finnst þetta bezta leiðin út úr öllum ógöng- unum og vandræðunum, sem við höfum lent í — við gerðum það, af því að við elskuðum hvort annað.“ Þessi sorglega frásaga undir- strikar eitt mikið vandamál, sem unglingar eiga við að glíma nú á tímum í þeim löndum, sem hafa herskyldu. — Þegar ungu mennirnir eru kvaddir í herinn, er tíðum höggvið á ástabönd ungra elskenda, piltur og stúlka aðskilin á þeim tíma, sem þau þrá mest að vera saman og yndu vera saman, ef allt væri með felldu. 30 Hjartað springur. ÞETTA vandamál hefur sér- stök nefnd í Bretlandi rannsak- að. Það voru rannsakaðir hagir um það bil 900 unglinga, pilta og stúlkna á aldrinum 14—17 ára í bæjum og sveitum, og nið- urstaðan varð sú, að alvarleg ástatengsl urðu oft til þess að valda mikilli hjartasorg og vandræðum stúlkunnar þegar elskendurnir voru skildir að, er pilturinn var kvaddur 1 herinn. Það má bæta þessu við: Það veldur ekki minni sorg fyrir piltinn að þurfa að skilja við unnustu sína, þurfa að búa í her- búðum, ef til vill fjarri fóstur jörðinni, og hafa stöðugar á- hyggjur af því, að ef til vill kynnist unnusta hans öðrum á meðan hann er í burtu. Það er óhjákvæmilegt að hafa herskyldu á þessum tímum „kalda stríðsins“, og það mætti segja, að ungt fólk, sem elskar hvort annað í raun og veru, gæti haldið ást sinni með því að skrif- ast stöðugt á og vera trú hvort öðru í yissu um það, að endur- fundir yrðu. En það er ekki hægt að komast hjá þeirri stað- reynd, að jafnvel innilegustu ástabréf eru ekki nema lítil upp- bót fyrir missi samfundanna og samverunnar. Aðskilnaður veld- ur því einnig, að tilfinningar HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.