Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 45

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 45
band þeirra væri glappaskot, vanhugsað glappaskot — að ég skildi ekki fyrr en síðar, hve mikið ég hafði gert til þess að stía þeim í sundur. Til er gam- alt máltæki, sem segir, að synd- samlegar hugsanir séu jafn ó- guðlegar og syndin sjálf . . . og ég býst við, að óbeinlínis hafi synd mín verið af þeirri tegund- inni alla þá mánuði, sem ég lét Kathy þjást. í hvert sinn, þegar ég þurfti að hringja til hennar fyrir Ken, þegar honum seinkaði vegna einhverrar sjúkravitjunar, leit ég ekki þannig á það. Ég sagði sjálfri mér, að kuldaleg fram- koma hennar gagnvart mér og sífellt táraflóð, þegar Ken átti hlut að máli sýndi aðeins, að hún væri því ekki vaxin að vera læknisfrú. Fyrr eða seinna hlaut Ken að sjá það líka. Ég hélt, að honum væri farið að verða ljóst, hvað hún var, daginn, sem hún ruddist inn í læknisstofuna og olli leiðinlegri upsteit vegna þess, sem í mesta sakleysi hafði skeð kvöldið áður. . . . Við Ken höfðum á síðustu stundu verið beðin um að koma í sjúkravitjun á einn bæinn uppi í sveitinni. Eins og að vanda hafði hann beðið mig að hringja til Kathy og útskýra fyrir henni, hvers vegna hann gæti ekki komizt til kvöldverðar, á meðan hann var að taka saman nauð- synleg áhöld. Þetta reyndist vera erfið fæðing og þegar við fórum vorum við dauðþreytt og svöng. Þar sem þetta var óvenju- lega veðurblítt maí-kvöld fannst okkur sjálfsagt að stanza við Gilded Parrot og fá okkur bita á leiðinni til borgarinnar. — Strengjakvartett lék þar fyrir dansi og yfir öllu hvíldi ró og friður, en þess þörfnuðumst við Ken mest þá stundina. Ég sagði honum ekki frá því, þegar ég sá Marge og Pete San- ders fara — Pete var ungur sér- fræðingur í fótaaðgerðum. Ég vildi ekki láta spilla stemmning- unni. Ég hafði ekki verið búinn að skipuleggja kvöldið. Við vor- um ekki að aðhafast neitt rangt. Því skyldi mér ekki mega hlotn- ast þessi litli skerfur — að dansa við Ken í nokkrar klukkustund- ir. En daginn eftir rétt fyrir mið- degisviðtalstímann kom Kathy vaðandi gegnum biðstofuna og inn til Kens. Ekki gat hjá því farið, að ég heyrði til þeirra — háværar ásakanir hennar og ró- legar útskýringar Kens. Ég vissi að Marge Sanders hlyti að hafa sagt henni frá þessu og mér fór ekki að standa á sama um það, sem hún var að segja. Svo þeg- APRÍL, 1957 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.