Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 47

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 47
eftirtekt, að Ken horfði áhyggju- fullur á hana. Hún gat í það minnsta þótzt hafa áhuga á síð- ■asta afreki hans, hugsaði ég með fyrirlitningu. SEINNA um kvöldið, þegar Ken fór milli rétta til þess að hringja og spyrjast fyrir um einn sjúklinga sinna, leit ég hugsandi á gimsteinum setta blússuna, sem Kathy var í — hún var afmælisgjöf frá Ken. Að lokum mælti ég: „Það gleður mig, að ég gat mér rétt til um stærðina. Hún passar álveg, er það ekki?“ Ég taldi sjálfri mér trú um, að ég segði þetta til þess að henni geðjaðist að mér — svo að hún sæi, að ég hefði valið blússu, sem ég vissi að myndi klæða hana vel. En nú veit ég, að ég var aðeins að blekkja sjálfa mig, að það var aðeins hatrið innra með mér, sem þurfti að fá útrás og særa þann, sem hafði sært mig. Andlit Kathy varð enn harð- neskjulegra en áður. „Þú valdir hana þá,“ hvíslaði hún. „Ken bað þig að —“ Örlítill vottur samvizkubits bærðist með mér en ég leiddi það hjá mér. Því skyldi ég ekki segja henni sannleikann? Því skyldi ég taka tillit til tilfinn- inga hennar? Hún hafði aldrei tekið tillit til tilfinninga minna. „Hann var önnum kafinn þennan dag,“ útskýrði ég. „Hann bað mig um að kaupa eitthvað, sem þér myndi geðjast að.“ Hann hafði sagt: þú hefur bet- ur vit á hverju stúlkur klæðast um þessar mundir, Janet — en var það ekki nokkurn veginn það sama? Kathy fór ekki að rífast út af þessu. Hún sagði alls ekki orð nema hvað hún bað um einn sjúss í viðbót. Þegar Ken kom aftur var hún að drekka þann þriðja og augu hennar voru orð- in örlítið glansandi. Ken sagði ekki neitt þar til hún bað um einn í viðbót. Þá sagði hann henni í höstum rómi, sem ég hafði aldrei heyrt hann nota fyrr, að hún væri búin að fá nóg. Hún mótmælti. Rödd hennar var orðin loðin og drafandi og Ken leit bænaraugum á mig. Við komum henni í sameiningu út án þess að nokkur veitti því at- hygli. Við Ken minntumst aldrei á þetta kvöld og ég hefði gleymt því ef ég hefði ekki viku síðar heyrt tvo sjúklinga vera að þvaðra um, að einhver hefði séð hina fögru eiginkonu dr. Bristol „aleina á vínstofu niður í bæ og mjög hátt uppi.“ Og eftir það APRÍL, 1957 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.