Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 53

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 53
ið, hvers vegna Ken vildi mig, þegar hann gat fengið þig.“ „Hvers vegna ertu að segja mér þetta?“ spurði ég hljóm- lausri röddu. Þá leit hún beint framan 1 mig og sagði með þessum nýja virðu- leika: „Vegna þess, að mig lang- ar til að bæta honum upp — allt, sem ég he; gert.“ Gegn vilja mínum fann ég þá til óblandinnar aðdáunar gagn- vart henni. „Ég skal gera það, Kathy,“ sagði ég vingjarnlega. Þegar hún var farin stóð ég ein eftir og hugsaði, hve á- rekstralaust allt væri að falla í rétt horf á ný, og ég undraðist, að ég skyldi ekki vera hróðugri. Ég neyddi sjálfa mig til að hugsa um Ken og hamingju okkar, sem nú var svo skammt undan. . . . Þegar ég kom á læknisstofuna brá mér við að sjá Ken þar svo miklu fyrr en venjulega. Ég gekk til hans, bjóst við, að hann skýrði mér frá hve leitt honum þætti það, sem skeð hefði og vonaði, að hann myndi biðjast fyrirgefningar og biðja mig um að veita sár annað tækifæri. Þess í stað sagði hann: „Þú verður að hjálpa mér, Janet. Kathy ætlar að fara frá mér — hún vill ekki hlusta á mig — og ég get ekki lifað án hennar. Ég get það ekki!“ Ég stóð þarna þrumu lostin. Ég gat ekki trúað mínum eigin eyrum. Ken gat ekki átt við, að hann vildi líta við henni eftir allt, sem hún hafði gert. „Þú verður að koma henni í skilning um, að ekkert af þessu skipti neinu máli,“ hélt hann á- fram. Þá sá ég hve illa honum leið. Hann þreif í ermina á mér og starði á mig bænaraugum og skyndilega varð mér ljóst, að Ken var ekki að tala við mig sem manneskju — aðeins sem einhvers konar klett, sem hann gat alltaf hallað sér að. „Segðu henni, að við getum farið burt, Janet — ég geti byrjað upp á nýtt. Ef hún vill ekki hlusta á þig, segðu henni þá, að ég skuli fá mér aðra vinnu — svo ég geti verið meira hjá henni. Viltu gera það, Janet?“ „Þú myndir fórna öllu?“ sagði ég með öndina í hálsinum. „Ekk- ert af þessu skiptir máli —“ ég óð fram og aftur um herbergið. „Þú myndir fórna öllu aðeins til að halda henni — jafnvel eftir það sem hún —“ Hann sneri baki við mér og starði út um gluggann. „Það hlýtur að virðast brjálæðislegt,“ sagði hann hásri röddu, „en þannig er það.“ Það eina, sem ég vissi á því andartaki var, að ég hafði tapað. APRÍL, 1957 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.