Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 54

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 54
Ég hlaut að viðurkenna — að hvað svo sem væri á milli þeirra, þá var það ódrepandi. Ég gat lagt hjónaband þeirra í rúst — en ég gat ekki slökkt ást þeirra. Auðvitað gerði ég það eina, sem ég gat gert, ef ég átti nokk- urn tíma að öðlast sálarfrið. Ég leit ekki á hann, annars hefði ég ekki sagt frá öllu saman. Vegna þess að þegar ég sagði frá, hvernig ég hafði m'eð köldu blóði þótzt vera vinur þeirra og í leyni vonað, að hjónabandið færi út um þúfur, þá skammaðist ég mín af öllu hjarta fyrir það, hve níðings- og sviksamlega ég hafði hagað mér. ÞEGAR ég kom að slysinu í frásögn minni — jæja, það fór þá einhvern veginn svo, að ég sagði frá öllu saman. „Það var allt vegna þess, að ég elskaði þig,“ hvíslaði ég. Síðan leit ég upp. Það fór um mig hrollur, þegar ég sá hryllinginn og fyrir- litninguna, sem skein út úr aug- um Kens. „Þú gazt gert þetta,“ sagði hann með öndina í hálsinum, „í nafni ástarinnar!“ Hann hörfaði aftur á bak frá mér eins og ég væri eitruð, en hann leit ekki af mér. „Og öll þessi ár hef ég haldið, að þú værir eitthvað dá- samlegt — hrein, góð og sterk.“ Allt í einu kastaði hann til höfð- inu og fór að hlæa. Það var taumlaus, brjálæðislegur hlátur. „Allan þennan tíma hefur þú verið að brugga launráð á bak við mig — til þess að ryðja Kathy úr vegi!“ Hann seildist í símann, sneri skífunni og að andartaki liðnu var hann farinn að tala við Mattson dómara og var að biðja hann að bíða, þar sem hann var. Þegar hann hafði lagt á, sagði hann reiðilega: „Þú: kemur með mér niður í bæjar- þingsalinn á stundinni. Þú skalt fá að hreinsa nafn Kathy —“ Það var eins og martröð að þurfa að sjá sjálfa sig með glöggskyggnum augum annarra . . . verða að horfast 1 augu við, hve rangar og óheilar rökfærsl- ur mínar voru. „Glæpur er aldrei réttlætan- legur,“ sagði Mattson dómari með strangri röddu eftir, að hann hafði hlustað á sögu mína. En hann var mildari en ég átti skilið. Ég var fundin sek um meinsæri, en hann kvað skil- orðsbundinn dóm upp yfir mér og enda þótt ég væri bundin við reynzlutíma, veitti hann mér leyfi til að stunda vinnu í öðru ríki. Ég býst við, að hann hafi vitað fyrirfram hve miskunnar- laus dómur almennings myndi verða. 52 HEIMILISRITIEV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.