Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 55

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 55
Hneykslið var forsíðufrétt í borgarablaðinu og þar voru jafn- 'vel birt bréf frá lesendum, sem voru æfir yfir því, að ég var ekki sett í fangelsi. „Þar og hvergi annars staðar á slík kona heima, kona, sem dirfist að bera hin hvítu einkennisklæði líknareng- ilsins . . .“ ritaði einn þeira. Þessa síðustu ömurlegu daga, sem ég dvaldi í Somervale, var Kathy eina manneskjan, sem mælti vingjarnlegt orð til mín — stúlkan, sem ég hafði ætlað að steypa í glötun. „Mig langar bara til þess að láta þig vita, að ég bið fyrir þér, Janet,“ sagði hún í símann með sinni mildu, telpulegu rödd. . . . NÚ HEF ég verið hér í Fort Holt í tvö ár og unnið á Rönt- gen-rannsóknarstofu. Og ég hefi haft nægan tíma til þess að kom- ast 1 skilning um ástina, sem var á milli þeirra — Ken og Kathy — að skilja, að hún er í því fólg- in, að bera meiri umhyggju fyr- ir hamingju þess, sem maður elskar en nokkru öðru í öllum heiminum. Ég veit nú, að til- finningar mínar gagnvart Ken voru ekki af þeim toga spunnar — vegna þess, að ég var alltaf að vasast í öðru: frama, áliti og þess háttar. í rauninni var Ken imynd þess lífs, sem ég þráði. — Ég hafði greypt hann inn í drauma mína og án þess að gera sjálfri mér það ljóst, hafði ég reiknað með, að ég ætti hann. Þetta lætur illa í eyrum, en ég hef orðið að horfast 1 augu við það. Ég hefði ekki viljað Ken ef ég hefði orðið að horfa á bak draumunum, sem ég hafði flétað hann inn í. Þarna sérðu, það var aldrei sönn ást. Ég veit það vegna þess, að ég hef fundið hina sönnu ást alveg eins og Ken sagði, að einhvern tíma ætti fyrir mér að liggja. Við Les höfum verið gift í þrjár vikur og alt, sem Ken sagði í bréfinu var satt. í henni er fólg- inn dýrðlegur óður, ástríðubál og dýrð, sem engin orð eru til yfir. Það var allt satt nema ef til vill sú lýsing á ástinni, að í sam- bandi við hana kæmist hvorki skynsemi né rökhyggja að. Þó er samband okkar Les ekki þannig. Les er efnafræðingur. Hann er sterkur og öruggur, stór vexti og hugprúður. Hann er húsbóndinn á heimilinu. Hann setur ekki allt traust sitt á mig — nema hvað viðvíkur ást minni, trausti til hans og þörf minni fyrir hann. Mér finnst ég kunna vel við að hafa það þann- ig. Þannig ættu öll hjónabönd að vera. * APRÍL, 1957 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.