Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 57
hefur gerst. Eitthvað nógu mikið til að halda veginum auðum svona lengi." Hann gekk hægt og rólega út úr kofanum, regnið þvoði skóna hans, gerða úr fléttuðu strói og hjólbarðagúmmí. Hann mundi gjcrla hvernig þessir skór urðu til. Hjólbarðinn hafði komið inn í kcfann með miklum gauragangi eina nóttina og splundrað hænsn- um, pottum og pönnum í allar óttir. Hann hafði komið fylgdar- laus, skoppandi með miklum hraða. Bíllinn, sem hann hafði losnað af, þaut ófram alla leið að beygjunni, þar riðaði hann eitt andartak með glampandi ljós- um áður en hann stakkst í fljótið. Hann var þar ennþá. Maður gat séð hann á góðviðrisdögum, þeg- ar lítið var í fljótinu og vatnið tært. Djúpt niðri hvíldi hann lang- ur og lágur með skínandi málm- skrauti. En svo kom ókyrrð á leðj- una í fljótsbotninum og ekkert sást. Daginn eftir hafði hann skorið sólana undir skóna úr hjólbarð- anum. Hann var kominn að þjóðveg- inum, gekk upp á hann og hlust- aði á lágan hávaðann, sem hann gerði í rigningunni. Þá — skjótt eins og gefin hefði verið skipun, komu. bílarnir. Hundruð bíla, margar mílur af bílum, þjótandi framhjá, þjótandi. framhjá. Stórir, svartir og langir bílar á norðurleið í áttina til Bandarfkjanna, drynjandi bílar,. sem tóku beygjurnar á alltof mikl- um hraða. Síblásandi og flaut- andi bílar. Og það var eitthvað við andlit fólksins, sem var þjapp- að saman í bílana, eitthvað, er kom honum til að standa kyrrum í djúpri þögn. Hann gekk afturá- bak og lét bílana þjóta framhjá sér. Hann taldi þá þar til hann varð þreyttur. Fimm hundruð, þúsund bílar, þutu hjá og það var eitthvað við andlitin á öllum. En hraðinn var of mikill til að hann gæti séð hvað það væri. Að lokum kom auðnin og þögn- in aftur. Hinir hraðskreiðu, löngu og lágu fólksbílar voru famir hjá. Hann heyrði síðasta flautið fjara út. Vegurin var auður á ný. Þetta hafði verið eins og jarð- arfararlest. En óvenju fjörmikil. Kappakstur, hárið út í loftið, há- vaði, allir á norðurleið til ein- hverrar athafnar. Hversvegna? Hann gat aðeins hrist höfuðið og núið fingrunum lauslega eftir síð- um sér. Nú, — allt í einu, síðasti bíll- inn. Það var eitthvað mjög end- anlegt við hann. Hann kom nið- ur fjallveginn í þunnu, svalandi regninu, gaf frá sér stóra gufu- APRÍL, 1957 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.