Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 8
ur fyrir að hafa verið foringi í óeirðum í því skyni að hindra fógetagerð (sem ætlaði að víkja Halvorsen lækni úr embætti), og þegar Heinesen kom heim, var haldin mikil sigurhátíð. Um það bil 1000 manns tóku á móti honum og haldnar voru ræður og ávörp flutt. Heinesen var látinn ganga í gegnum heiðurs- lilið, sem var skreytt með fánum Norðurlandaþjóða, þó ekki danska fánanum. Og allir sungu með fimm söngva, sem voru samtals 40 vérs, en í þeim var hatursfull árás á Dani. Þannig er hugur Klakksvík- inga í garð Dana. ANARS er allt með kyrrum kjörum í bænum. Klakksvík- ingar hafa um nóg annað að hugsa en læknadeiluna. Klakks- vík er mezti athafnabær Færeyja á flest öllum sviðum. Klakksvík er mesti fiskveiðabærinn og þar eru flestar verksmiðjur og fram- leiðslufyrirtæki eyjanna. Þrátt fyrir þetta hefur Klakksvík töluverða minnimáttarkennd gagnvart Þórshöfn, og er að burðast við að kalla sig „höfuð- stað norðureyjanna,“ en þar búa samtals fimm þúsund manns á sex eyjum, og er þá í- búar Klakksvíkur meðtaldir. \ Klakksvík er bær í njjög mikilli framþróun og örum vexti. Klakksvíkingar eru að sjálfsögðu stoltir af því, og stoltari eru þeir af því að geta þakkað sjálfum sér frama sinn og fram- gang. Þeir undirstrika í orðum og gerðum að þeir eru ekki bara Færevingar heldur Klakksvík- ingar. Og þeir láta skína í það, að það sé bezt fyrir okkur að láta þá vera í friði. Kappar og vopn Björn og Magnús heita bræður tveir fyrir norðan, og eru miklir veiðimenn. Eitt sinn er þeir komu af rjúpnaveiðum í vetur, hafði Bjöm breytzt eigi all-lítið í útliti — andlit hans var alsett höglum. Móðir þeirra bræðra varð furðu lostin er hún sá útganginn á syni sínum, og spurði hverju þetta sætti. Magnús varð fyrir svörum: „Bjössi bróðir þurfti að bregða sér á bak við hól í sérstökum erind- um, og svo þegar hann var búinn og stóð upp aftur, hélt ég að hann væri rjúpa — og fretaði auðvitað á hann úr hólknum." „Og varstu ekki hræddur drengur, þegar þú sást hvað þú hafðir gert,“ spurði móðir hans. „Nei nei — ekki ég — en Bjössi bróðir varð ógurlega hræddur." 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.