Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 22
„Þú verður að minnaSt þess,“ sagði Pete, „að Vera vissi ekki, að hún væri að gera neitt rangt.“ „Þrátt fyrir það var það ekki sérlega gáfulegt," hreytti Ellen út úr sér. Að fá fjárframlag hjá verkstjóra, — félagsmanni, sem kemur til með að vera á önd- verðum meiði við samningaborð- ið, næst þegar verkalýðssamtök- in gera samningstilraun! Það er rétt eins og við séum jafn óheið- arleg og Tanner og félagar hans vilja vera láta.“ Pete andvarpaði. „Ég get ekki skilið, hvers vegna hún þurfti að segja hverjum manni á plant- ekrunni þetta.“ Ég henti peysu niður í tösk- una. Mig langaði til að hrópa til hans: Vegna þess að ég var stolt, þess vegna var það! Vegna þess að ég hélt, að loksins hefði ég gert eitthvað til að hjálpa þér til að verða endurkosinn forseti samtakanna á staðnum. Hvernig átti ég að vita, að það mætti ekki biðja verkstjóra um peninga? Get ég að því gert, þó ég sé ekki annað en einföld bóndadóttir? „Það stoðar ekki að harma orðinn hlut.“ Rödd Ellenar var hvell og hörkuleg. „Þetta verður ekki aftur tekið. Ennþá fleiri fé- lagar munu sannfærast um, að við styðjum forráðamennina í því að halda kaupinu niðri. Þeir munu fylkjast um svikamyllu Tanners ef við spornum ekki ein- hvern veginn við því, og það í skyndi.“ „Við gætum skilað peningun um aftur og sagt öllum, hvernig í þessu liggur á aukafundi," sagði Pete, „en ég vil ekki gera Veru að fífli.“ Því gerir þú það ekki? hugsaði ég með beiskju. Fyrst þú veizt, að ég er það. Fyrst þú hefur far- ið með mig sem slíka frá því þú kynntist mér. Það var fyrir tveim árum, þeg- ar ég hafði verið viku í Mills Falls. Ég þjáðist enn af heimþrá, var einmana og eirðarlaus. Ég var ekki farin að venjast því að vinna við baðmullarkembara né búa í fjölbýlisbúðum fyrirtækis- ins. En ég hafði komizt á snoð- ir um, að til þess var ætlazt, að ég gengi í verkalýðssamtökin. Mér var ekkert um það. Pabbi var vanur að kalla slík samtök „þjóðarógæfu“. Mér hafði verið sagt, að hitta Pete Snowden að máli. Þá var hann ekki orðinn forseti, aðeins flokksfulltrúi. — Á sunnudags- kvöldið fór ég upp á skrifstofu flokksins, sem var fyrir ofan járnvöruverzlunina í Main Street. Hann sat við skrifborðið sitt og tottaði pípu, sem dautt var í. Það kom mér á óvart, að 20 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.