Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 27

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 27
PILTURINN, sem kallað hafði Pete forsetann kvöldið, sem dansleikurinn var, hafði haft á réttu að standa. í næsta mánuði var Pete útnefndur forseti fé- lagsins á staðnum. Eftir útnefn- ingarfundinn bað hann mín. Ég vissi þá, að ég var yfir mig ást- fangin af honum. Ég sagði hon- um það. „Við getum ekki ákveðið dag- inn strax,“ sagði hann. Það er undir kosningunni komið.“ Ég reiddist. „Því þá það?“ „Tanner gæti tekið upp á því að bjóða fram á móti mér. Þá yrði ég önnum kafinn í harðvít- ugri kosningabaráttu, og við gætum ekki gift okkur fyrr en henni væri lokið. En ef hann á- lítur sig ekki nægilega sterkan ennþá og telur vissara að bíða til næsta árs, sigra ég eins og að drekka vatn. Ef sú verður raunin á getum við gift okkur hvenær, sem við viljum.“ En ef ég vil einmitt gera það núna? hugsaði ég. Hvað um það ef ég kæri mig ekki um, að láta einhvern náunga Harry Tanner að nafni ákveða brúðkaupsdag- inn minn? Mér var skapi næst að láta það fjúka, en það kom á daginn, að þess gerðist ekki þörf. Harry Tanner bauð ekki fram þetta árið. Hann lét sér nægja að halda langa ræðu, sagði, að Pete væri leppur fyrirtækisins og myndi svíkja verkalýðsfélagið sér til fjár. Hvert orð var lýgi, en klappað var hér og þar um sal- inn, þegar hann settist niður. Það kom illa við mig. Ég jafnaði mig þó brátt, ég var svo ham- ingjusöm yfir, að við gátum gift okkur strax, að ég var honum næstum því þakklát. Ég bauð Brad bróður mínum og Helen konunni hans í brúð- kaupið. Þau voru einu ættingj- arnir, sem ég átti í Meekersville. Mamma var dáin fyrir löngu og pabbi dó árið áður en ég kom til Mill Falls. „Ættjörðin hefur krafizt gamla kærastans þíns,“ sagði JBrad við mig þegar þau komu. Lonnie var skráður í herinn í vikunni sem leið. Verður í hern- um í tvö ár.“ Hann hló. „Getið þið ímyndað ykkur þann dreng í hernum.“ Ég hló líka. Mér datt ’í hug, þegar Lonnie hafði verið rekinn úr níunda bekk. Hann hafði skrópað svo oft, að það breytti varla neinu. Daginn, sem hann var rekinn úr skólanum slóst hann við föður sinn og flutti í lítinn kofa, sem hann hafði byggt sér í Suður Hollow. Upp frá því hafði hann búið þar, stundað veiðar, fiskað og lagt HEIMILISRITIÐ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.