Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 29

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 29
ar forstöðumenn fyrirtækisins höfðu spurnir af, að ég ætlaði að giftast. Pete átti tveggja vikna frí í vændum. Við héldum til New York og bjuggum á dásam- légu gistihúsi. Ég hef svo oft heyrt getið um stúlkur, sem urðu fyrir vonbrigðum á brúðkaups- nóttina. Það varð ég ekki. Allt það, sem gerði Pete það, sem hann var, allur þróttur hans og hógværð sameinuðust í ástarat- lotum hans. — Ég hugsaði um Lonnie. Hvað ég var því fegin að hafa aldrei hleypt honum of langt! Ég þurfti ekki að leyna Pete neinu. Við áttum engin launungamál. Við ætluðum að vera þrjá daga í New York. Síðan ætluðum við að fara í hægðum okkar heim- leiðis, skoða landslagið, synda og staldra við á gistihúsum. En sím- inn hringdi þá um morguninn. Ég svaraði. Það var Ellen, sem hringdi frá Mill Falls. Hún hafði ekki fyrir því að segja, að hún vonaði, að ég væri hamingjusöm eða neitt í þá áttina. Hún sagði aðeins: „Lofaðu mér að tala við Pete.“ Það færðist roði yfir andlit hans á meðan hann hlustaði á hana. Rödd hans var hörkuleg. Ég sat á rúminu og vissi ein- hvern veginn, hvað í vændum var. Ég vil það ekki! hugsaði ég. Þetta eru hveitibrauðsdagarnir okkar! Pete lagði tólið á. „Tanner!“ hrópaði hann. „Hann hefur feng- ið nokkra af sínum mönnum til þess að leggja niður vinnu. Hót- ar jafnvel að segja upp, nema fyrirtækið samþykki að gera nýja samninga.11 Ég skildi þetta ekki nema til hálfs. Það skipti mig engu. „Og hvað með það?“ Hann starði á mig. „Það er trúnaðarbrot. Við undirrituðum ákvæði um verkfallsbann. Þar að auki myndi það setja fyrir- tækið á höfuðið. Þeir hafa mögu- leika til að hafa sig upp á þessu ári ef allir halda áfram að vinna.“ Hann kom til mín. „Við setjum niður í töskurnar, Vera. Ég verð að flýta mér heim.“ Hann hlýtur að hafa séð, hvað skein út úr andlitinu á mér. — Hann settist niður á rúmið og tók í hönd mína. „Sjáðu nú til, heldurðu, að mér þyki það skemmtilegt? Heldurðu, að mig langi til að binda endi á ham- ingjusömustu stundirnar, sem ég hef lifað?“ „Því þá að gera það?“ Frh. 1 næsta hefti. HEIMILISRITIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.