Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 31

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 31
Dansleikurinn var haldinn sem liður í hátíðahöldunum við brúðkaup Vladimir prins af Leiningen og Maríu-Louise, prinsessu af Búlgaríu, og þetta var fyrsta þátttaka Ferial prins- essu í samkvæmislífinu. Hún var ein af þeim mest eftirsóttu og dansaði alla nóttina — en aðeins ekki Cha-Cha. Það hafði faðir hennar stranglega bannað henni. Hann telur þennan suður-amer- íska dans mjög svo ósiðlegan. Næst þegar Ferial prinsessa fer í brúðkaup, verður hún vafa- laust brúðurin. Hver brúðgum- inn verður, er ekki öldungis víst. Það er aðeins vitað, að hann verði einn af sonum Sauds kon- ungs. Þeir eru 36, svo úr nógu er að velja. Til að byrja með á egypzka prinsessan að dvelja nokkrar vikur í Grasse til megrunar. Hún vegur 70 kíló, og finnst sjálfri, að hún megi missa nokkur þeirra, áður en brúðkaupsklukk- urnar gjalla. * Greiðviki?in ?iátmgi MILLER var starfsmaður á olíustöð utan við borgina og var á hcimlcið um kvöldið mcð dagstekjur stöðvarinnar, sjö hundruð dollara, í vasanum. Er hann hafði skammt ekið, stöðvaði tötralega búinn maður hann, og bað hann um far til borgarinnar. Miller lét hann setj- ast inn í bílinn, og sá ókunni fræddi hann brátt á þvf, að hann hefði fyrir skömmu lokið tíu ára fangelsisvist í Sing Sing fyrir rán. Þá mundi Miller allt í einu eftir sjö hundruð dollurunum í vasa sfnum. Sjálfum fannst honum það framúr- skarandi snjallræði, er hann sté bensín- gjöfina í botn og jók hraðann upp í 80 km. Mótorhjólandi lögregluþjónn gat ekki verið langt undan, Miller ætlaði að fá lögreglufylgd til næstu stöðvar. Lögregluþjónn kom brátt á vettvang, hundskammaði hann, skrifaði nafn og númer í vasabók sína og skipaði hon- um að mæta fyrir rétti daginn eftir! Árangurslaust bað Miller um að vera handtekinn þegar í stað. Farþeginn tog- aði húfuna niður í augu og sagði ekki orð. Nauðugur hélt Miller aftur af stað. Þegar þeir komu í skuggahverfi útborgí innar, hafði hann þegar afskrifað þessa sjö hundruð dollara í huganum. Allt í einu sagði farþcginn: „Eíérna er það, félagi.“ Miller stöðvaði bílinn. Stundin var komin. Tötralegi maðurinn rétti fram höndina. Það var engin skammbyssa í henni! „Þakka fyrir farið,“ sagði hann. „Þér hafið gert mér mikinn greiða. Þetta er það minnsta, sem ég gat gert fyrir yður í staðinn." Hann rétti Millcr svörtu vasabókina lögregluþjónsins. * HEIMILISRITIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.