Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 36

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 36
-verið Malaji, Kínverji eða Jap- ani, hin skásettu augu hennar benda til þess. Sömuleiðis gul- brún húð hennar. Hún er rauð- hærð, en litar hár sitt kolsvart. Mesta vandamál lífs hennar er að hún er hvorki brún eða hvít. Hún hefur kynnzt kynþáttahatri betur en flestir aðrir, og það hef- ur ekki alltaf verið kynþáttahat- ur hvítra manna, sem hefur valdið henni mestri sorg. Þegar hún var barn að aldri vildu blökkumennirnir aldrei telja 'hana í sínum hóp. Frændi henn- ar vísaði móður hennar og litlu stúlkunum hennar á dyr, er þær komu á leiðarenda eftir gönguna á hinum langa, dimma og ryk- uga vegi. „Ég vil ekki sjá þessa gulu stelpu í mínum húsum!“ hróp- aði hann. „Gula stelpan.“ Alla bernsku sína var Eartha „Gula stelpan". Hún segir frá því, að eitt sinn hafi blökkumannabörn bundið hana við tré, lamið hana, og gert hróp að henni: „Gulastelpa — gulastelpa — gulastelpa.“ Hún hefur átt erfitt uppdrátt- ar í lífinu og er orðin hörð og bitur. BARN að aldri vann hún á baðmullarökrunum. Seinna fór hún til New York, og loks fékk hún vinnu við hinn fræga ball- ettflokk Katherine Dunham. — Hún ferðaðist til Mexico og víða um Bandaríkin, og síðan til Evrópu. í París sagði hún skilið við ballettinn og fékk vinnu í Carrolls-næturklúbbnum á Rue de Panthéon. Hún keypti sér mjallhvítan kvöldkjól og stóð skjálfandi af hræðslu í búnings- herbergi sínu skömmu áður en hún átti að koma fram í fyrsta skipti. Þá kom inn franska kon- an, sem var forstjóri nætur- klúbbsins. „Hvað er eiginlega að sjá þig?“ sagði hún, beygði sig niður og þreif í sauminn á hvíta engla- kyrtlinum. f einum rikk reif hún stórt stykki úr kjólnum nokkuð upp fyrir hné. Nokkrum augna- blikum síðar stóð Eartha á svið- inu. Tæpum fimm mínútum síð- ar hafði hún unnið sigur. EARTHA KITT hefur kallað æviminningar sínar Fimmtu- dagsbarn, því að í Ameríku er talið að barn, sem fætt er á fimmtudegi verði jafn óham- ingjusamt, og sunnudagsbarn verður hamingjusamt. Hún hefur farið víða á lista- braut sinni. Hún hefur leikið á Broadway og hlotið ágæta dóma. Hún hefur leikið í kvikmyndum 34 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.