Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 46

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 46
ÞAU VORU næstum tvær klukkustundir á leiðinni upp til Dronninglund, þar sem ,,Kofinn“ var. Það var ekki mikið talað á leiðinni, nema hvað Michael hugsaði nokkrum sinnum upp- hátt: — „Jafnvel þótt þeir hafi sett þumalskrúfur á Hugo, þá hefur hann ekki sagt þeim neitt.“ Enginn svaraði. Eva reyndi að hvílast. Hún fann ekki til kulda lengur, en var alveg dauðþreytt. „Kofinn“ var raunverulega sumarbústað- ur, sem stóð dálítið afskekktur, nokkurn spöl frá veginum, um- kringdur furutrjám. Á síðast- liðnu hálfu ári höfðu allmargir flóttamenn verið fluttir þaðan, yfir til Svíþjóðar. Fiskimaður, sem heima átti þar skammt frá, hafði lánað farkost sinn til slíkra ólöglegra flutninga, fyrir góð orð og nokkurt endurgjald. Róbert flýtti sér þegar á fund fiskimannsins en Eva og Michael létu bifreiðarstjórann snúa aft- ur til borgarinnar og gengu sjálf til „Kofans“. „Ætlið þið líka að koma með yfrum?“ spurði Eva, er þau höfðu kveikt á rafmagnsofnin- um. „Nei, fyrst um sinn hef ég nóg að gera hér við að endurskipu- leggja flokkinn,“ svaraði Micha- el um leið og hann dró vélbyssu 44 upp um gat á gólfinu, sem var vandlega hulið með sléttum borðum. Róbert kom aftur að vörmu spori og sagði að skipstjórinn hefði reiðst því mjög að vera vakinn svona snemma, en hefði samt lofað að verða ferðbúinn að hálfri stundu liðinni. — „Þá verður klukkan orðin hálf sjö,“ sagði Eva. — „Schacter hefur víst ekki búizt við því, að við yrðum svona snör í snúningum.“ Michael sendi Robert út að garðshliðinu, til þess að standa þar á verði, en settist hjálfur við gluggann með vélbyssuna í höndum. Það voru 1 mesta lagi liðnar tuttugu mínútur, þegar þau heyrðu skyndilega æsta rödd Róberts fyrir utan og á næsta andartaki stóð hann í dyr- unum: — „Það kemur bifreið ak- andi mjög hægt, hingað upp að húsinu,“ hrópaði hann. — „Ég sá ekki hvað margir voru með henni.“ „Þá hefur blóðhundurinn svik- ið okkur, samt sem áður og geng- ið á gefin heit!“ hrópaði Micha- el. — „Róbert, þú stendur hérna við gluggann og skýtur, þegar ég gef þér merki! Eva taktu þessa skammbyssu og tæmdu skot- hylkið í hausana á þessum djöfl- um. Ég hleyp upp á loft og sendi þeim heitar kveðjur út um HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.