Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 64

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 64
Erkener 4. marz 1936 kl. sjö mínútur yfir þrjú, gaf fyrirskip- un: „Loftskipið létti,“ og þá lagði Hindenburg, sem upphaflega átti að heita Adolf Hitler, í fyrsta reynsluflug sitt. Þann 31. marz var siglt til Rio de Janeiro, og svo var loftskipið látið vera í förum til New York. Margir Danir hafa ferðazt með þessu fljúgandi hóteli. í hinstu ferðinni ætlaði þáverandi um- ferðaráðherra, Fisker, að vera með því, en varð að hætta við það á síðustu stundu vegna anna á þinginu. Þó var einn danskur farþegi um borð. Það var Hans Vinholt, verksmiðjueigandi, sem nú er látinn. Hann hefur gefið eftirfarandi lýsingu á slysinu: „Ég stóð aftast í borðsalnum, þegar loftskipið rakst allt í einu á jörðina. Ég kastaðist gegnum léreftsvegg inn í næsta sal, þar sem nokkrir skelfingu lostnir farþegar reyndu að brjótast út úr eldhafinu. Eldurinn komst 1 frakkann minn, og þaðan upp í hárið, sem alveg sviðnaði af. Svo ákvað ég að stökkva út um glugga. Kona, sem var viti sínu fjær af skelf- ingu, reyndi að troða sér út um sama gluggann, og nokkrar sek- úndur sátum við föst, áður en mér tókst að grípa í rauðglóandi járnbönd utan á skipinu. Á þann hátt komst ég niður á jörð. Ég gat ekki risið á fætur, en lá stynjandi og hálf meðvitundar- laus, þangað til þrír menn komu og drógu mig burt frá brennandi flakinu, rétt áður en það hrundi saman og drap þá, sem fyrir urðu.“ Skelfingaratburður þessi var raunar kvikmyndaður og birtist sem fréttamynd út um allan heim. Það tók langan tíma að ákveða orsök slyssins. Fyrst þann 20. janúar 1938 skilaði rannsóknar- nefndin lokaniðurstöðu sinni. — Það var talið, að kviknað hefði í vetninu af rafneista, sem mynd- azt hefði af spennumismun loft- skipsins og jarðarinnar. Orðrómur komst á kreik um, að skemmdarverk hefði verið framið, en fátt studdi þá tilgátu, og fáir lögðu trúnað á hana. Hálfu ári eftir nefndarálitið var loks settur punktur aftan við sögu Hindenburgs. í New York var haldið uppboð á flaki loft- skipsins. Það var selt fyrir 2000 dollara, eða varla % promille af byggingarkostnaðinum. FYRSTA loftskipið var smíðað 1852 af franska verkfræðingnum Flenry Fifford. Það var knúð 62 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.