Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 37
virðist vera svo hugsandi,“ sagði hún hægt. „Ég er svo hamingjusamur,“ sagði hann. „En þú?“ Hún kinkaði kolli íbyggin. „Veiztu hvað — þegar ég vakn- aði í morgun, leið mér eitthvað svo einkennilega, rétt eins og ég ætti afmæli og lægi bara og biði eftir, að ég fengi gjafirnar.“ Hann beygði niður þröngan stíg, þar sem trjákrónurnar mættust yfir höfðum þeirra og sólargeislarnir dönsuðu fyrir framan þau á stígnum. Hún leit spyrjandi í kringum sig. „Það er dálítið, sem ég ætla að sýna þér,“ útskýrði hann. — „Við ökum dálítinn útúrdúr.“ HÚSIÐ hafði einhvern tíma verið ljósrautt, en með árunum var það orðið upplitað og skáld- að af sól og regni. Skyldi Elinór verða eins hrifin af því og ég, hugsaði hann, er hann stöðvaði bílinn úti fyrir garðshliðinu. Hann gekk á eftir henni upp garðstíginn. Grasið var allt of hátt, og illgresi lagði beðin und- ir sig. Til hliðar við aðaldyrnar uxu stórar rósir, sem flestar voru búnar að fella blómin, en þau lágu eins og marglitt flos á möl- inni. Hann lauk upp dyrunum. „Þetta er húsið mitt,“ sagði hann hreykinn. Hann andaði að sér lykt húss- ins, er hann stóð í forstofunni. Hún var alveg eins og þegar amma hans var á lífi, blending- ur af ilmjurt og viðarreyk. — Hann sá hana ljóslifandi fyrir sár, litla og beina í gráum silki- kjólnum. Það var eins og hún stæði þarna og byði þau velkom- in. Þarna var Borgundarhólms- klukkan og þarna var stóra eik- arborðið með bakháum stólun- um umhverfis. Án þess að segja margt gengu þau um allt húsið. Hann sýndi og hún fylgdi honum eftir með augun Ijómandi af gleði. Úr ein- um glugganum á annarri hæð gátu þau séð klettana í fjarska gegnum rjóður í skóginum. Hún sneri sér snöggt við og ljósbrúnir armar hennar struk- ust við hann. „En hvað þú hlýt- ur að vera ánægður, Tom. Mér er sem ég sjái þig í blárri skyrtu og stuttbuxum hlaupa um garð- inn, klifra í trjánum og fela þig, þegar amma þín kallaði á þig að koma inn og hátta.“ Þegar þau höfðu farið um 'allt húsið gengu þau út í garðinn. — Nú var stundin komin! sagði hann við sjálfan sig, þegar þau fóru inn 1 lystihúsið. Hann rak sig næstum uppundir lágt loftið, og þau stóðu svo nærri hvort öuru, að þau heyrðu öran and- HEIMILISRITIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.