Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 43

Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 43
bergi í öðru gistihúsi ekki mjög fjarri — og það gistihús lá beint á móti lögreglustöðinni í Byfleet. Og það var einnig gistihúsið, sem allir hinir fregnritarar Lundúnablaðanna urðu að snúa sér til að fá gistingu, þegar þeir komust að raun um að allt var upptekið á Bláa akkerinu. Þarna vorum við þá allir undir sama þaki og sá, sem grunaður var, en í það hlutverk höfðum við sett Vaquier. Og allur efi, sem við kynnum að hafa haft, hvarf, þegar lögreglumennirnir báðu einn eða tvo okkar að hafa auga með honum, og láta þá vita, ef hann gerði sig líklegan til þess að fara. I fyrstu virtist ekki mikil ástæða til þess að óttast það. Jean Vaquier spígsporaði um gistihúsið án þess að láta bilbug á sér sjá, og eins líflegur og venjulega. Og hvað honum þótti gaman að tala! Fitlandi við skeggið og gjótandi augum til okkar var liann vanur að láta uppi á fjörlegan hátt álit sitt á þessu öllu, og var aldrei ánægð- ari, en þegar hann var um- kringdur af blaðasnápum. „Tala? Hví skyldi ég ekki tala?“ spurði hann. „Eg hefi meiri áhuga fyrir að finna morð- ingja veslings Monsieur Jone en nokkur ykkar,“ Síðan bætti hann við og lét um leið skína í hvítar tennurnar: „Þeir gætu, þegar á allt er litið, jafnvel grunað mig.“ Við buðum honum að borða með okkur. Hugmyndin var honum ekki að skapi. „En“ benti hann á og sneri sér á aðdáunar- verðan hátt út úr þessu, „ég get ekki borðað með ykkur öllum í einu og samtímis. Borðin eru svo lítil og það geta aðeins 4 setið við þau. En við getum bjargað okkur út úr því, er það ekki? Ég skal borða með 3 ykkar á dag. Þið ráðið livernig þið raðið þessu niður, það ætti að vera lausn, sem öllum líkar.“ Þetta var að sjálfsögðu ein- kennileg afstaða. Þarna hittum við Jean Vaquier á hverjum degi, borðuðum með honum og glettumst við hann, og skrifuð- um liann líka. Og allt á meðan, eins og okkur var að sjálfsögðu fullljóst, leynilögreglumennirnir voru önnum kafnir við að setja saman sannanirnar, sem hægt en örugglega bentu á hann sepi sökudólginn. Eitt kvöldið var ég fyrir utan með starfsbróður, þegar Vaquier gekk út til okkar og dró okkur með sér afsíðis í setustofunni, og lagði hljóðlega og formála- laust fyrir okkur óvænta tillögu. HEIMILISRITIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.