Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.07.1957, Blaðsíða 60
Ég reif upp hurðina. „Ég verð ekki í neinni aðstöðu!" -Rödd mín var jafn harðneskjuleg og rödd Ellenar. „Og þó ég verði það, veit ég ekkert um það. Ég verð of langt í burtu til þess. Ég verð í Meekersville. Heima þar sem er fólk eins og ég, þar sem •ég er ekki álitin bjáni!“ Þau störðu bæði á mig. Pete stóð hægt á fætur. „Hvað hefur komið yfir þig, Vera?“ Ellen tautaði: „Það er bezt, að ég hypji mig.“ „Þú verður kyrr,“ hreytti ég út úr mér. „Hér ert þú á réttum stað. Hér vill Pete hafa þig. Og þú getur verið hér að eilífu fyrir mér!“ Ég gekk í áttina til dyra. „Vera, bíddu!“ hrópaði Pete en ég fór út í anddyrið, niður tröppurnar og út á götuna. Ég heyrði hann koma á eftir mér. „Vera, gerðu ekki þessa vit- leysu.“ Hann stóð í efstu tröppunni. Ég leit á hann. „Það er tilgangs- laust Pete, og það veiztu sjálf- ur.“ Rödd mín brast. „Ég á ekki hér heima. Ég tilheyri mínu eig- in fólki. Ég hefði aldrei átt að yfirgefa það. Ég ætla að fara heim aftur og það er okkur báð- um fyrir beztu.“ Hvorugt okkar hreyfði sig. Því tók ég ekki á rás niður götuna? Vegna þess að ég vildi, að hann stöðvaði mig. Vegna þess að ég vildi, að hann kæmi niður til mín, tæki mig upp og bæri mig aftur inn í húsið og kyssti burt sársaukann innra með mér? Hann reyndi það ekki — hann leit hugsandi á mig eins og hann væri að velta því fyrir sér, hvort ég hefði á réttu að standa. Hann varð fyrri til að snúa frá. Hann fór aftur inn í húsið. Ég gekk yfir að endastöð áætlunarbílsins. Því var lokið. Hann hafði lofað mér að fara. Hann var feginn því, að ég var að fara! Það var miðnæturvagn, sem fór um Meekersville klukkan sex á morgnana. Ég hafði ekki borðað kvöldverð og borðaði ekki á meðan ég beið eftir hon- um. Ég svaf ekki dúr um nóttina. hugsanirnar þyrluðust um huga minn og ég rifjaði upp allt, sem skeð hafði frá þeim degi er ég hitti Pete. Mér leið verr eftir því, sem ég hugsaði meira. Jafnvel orð og spaugsyrði, sem hann hafði látið falla, særðu mig nú. Hafði hann í rauninni nokkurn tíma elskað mig? Hafði ég ekki aðeins verið einfaldur svéitakrakki, sem gaman var að kenna? Og seinna, vildi hann ekki bara hafa lag- lega stúlku til að stjana við sig? Svo sannarlega hefur önnum kafinn verkalýðsforingi engan 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.