Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 7
að neita því. Barnið varð dóttir, og var skírð Georgina Augusta, dóttir hans hátignar Georges, prins af Wales. Síðar giftist hún Charles Bentinck lávarði, syni herforingjans af Portland. Eftir fæðingu barnsins, dvaldi Grace ýmist í París eða London. Hún fékk árlega 200 pund, sem Eliot hafði ánafnað henni, er þau skildu. Eftir að hafa lifað fjögur ár þannig, tók hún aftur saman við Cholmondeley, sem lofaði að ganga Georginu litlu í föður stað, en brátt yfirgaf hún hann og hélt barninu, er hún fór aftur til Par- ísar. Þar hitti hún á ný Duc de Charteres. SKEMMTILEG DAGBÓK Grace lenti í ýmiskonar ævin- týrum í frönsku stjórnarbylting- unni. Hún hélt dagbók um bylt- inguna, sem margir hafa talið óáreiðanlega, en aðrir hafa hald- ið fram, að væri dýrmætt, sögu- legt plagg. Löngu eftir dauða hennar, seldi dóttir lady Benedicks, dótturdótt- ur ,,Dally“, dagbókina útgefanda einum, sem gaf hana út. Þar eru margar skemmtilegar sögur um líf Grace í stjórnbyltingunni, þeg- ar hún var ýmist laus eða í fang- elsi. Mestan tímann bjó Grace ým- ist í húsi nálægt höll Charteres greifa, eða í húsi sínu í útjaðri Parísar. Þegar María Antoinette var flutt frá Versailles til Parísar, áð- ur en hún var ákærð og tekin af lífi, notaði hún Grace sem sendi- boða til Brússel. Seinna komst Grace að raun um, að hennar eigið líf væri í hættu, og í húsi sínu í París átti hún þátt í því að bjarga lífi greif- ans af Champcenetz, sem var stjórnandi Tuilerhallar, þangað sem konungur og drottning flýðu til að leita verndar. Þegar allir verðirnir voru brytj- aðir niður, skreið greifinn út um glugga á höllinni og faldi sig með- al hinna dauðu í garðinum. Svo leitaði hann dulbúinn til enska sendiráðsins, en þeir þorðu ekki að fela hann, en sendu hann til Grace. Þjóðvörðurinn hóf nú leit hús úr húsi að ,,höfðingjum“ til að setja undir fallöxina. Grace varð að vera skjótráð. Hún fór með greifann upp í svefnherbergi sitt. Rúm hennar var í lokrekkju, og með því að færa til dýnurnar, var hægt að fá pláss við þilið, þar sem greif- inn var látinn leggjast, og dýn- urnar settar ofan á hann. HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.