Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 13
ÁTTI í BRÖSUM VIÐ KAUPMENN Ungfrú Rackel Parsons, hinn auðugi veðhlaupahestaeigandi, var kölluð ,,Gamla Rackel'* vegna sérvizku sinnar. Hún hafði erft 840.000 pund eftir föður sinn, Sir Charles, þann er fann upp gufutúrbínuna, og fannst myrtur í hesthúsi hennar. Hún gekk í stagbættum tötrum með striga- skó á fótum og með geysistóran, barðabreiðan hatt, alsettan gervi- blómum og ávöxtum utan yfir hárkollunni. Hún átti í sífelldum brösum við kaupmenn út af reikningum, þó hún ætti hesta, sem taldir voru 50.000 punda virði. Hún átti einnig í brösum við hestamenn sína, svo þeir voru jafnan stutt í þjónustu hennar. í Branches Park, skammt frá Newmarket, bjó hún oftast ein í tveim af um fjörutíu herbergjum, og fyllti borðstofuna af hestafóðri og stássstofuna af grænmeti. I Newmarket talaði hún varla orð við aðra hestaeigendur eða veðreiðaáhugamenn. Hún fór venjulega í strætisvagni til veit- ingahúss í Newmarket til að borða, og var afar sínk á þjórfé. í Branches Park átti hún átta bíla, en yfirvöldin höfðu svipt hana ökuleyfinu. Jafnvel sem ung samkvæmis- dama í stórhýsi við Grosvenor Square, hafði hún vakið á sér at- hygli fyrir sérvizkulega fram- komu. Eitt sinn hringdi hún ákaft frá baðherberginu í þjónustu- stúlkuna, sem kom að henni í baðkarinu með hatt á höfði, en vatnið flóði út úr. ,,Skrúfaðu fyr- ir kranann!" skipaði hún. Hún var talin hafa eyðilagt einn bezta veðhlaupahest, Le Dien d’Or, með því að fóðra hann á sælgæti. ÓTTI VIÐ INNBROTSÞJÓFA Annar sérvitringur okkar tíma var hinn auðugi Henry Prosser, stórlandeigandi í Hurstbourne Tarrant, sem var jarðsettur árið 1930 í afar stóru grafhýsi, sem hann hafði látið gera uppi á fjalls- toppi, úr steinsteypu. Hann hafði byrjað á því verki, þegar sérfræð- ingur í London hafði sagt honum, að hann ætti aðeins fimm ár eftir ólifuð. Ötti hans við innbrotsþjófa, gerði það að verkum, að hann gat ekki farið í rúmið á kvöldin nema að undangengnum miklum serimonium. Þjónn varð að ganga hringinn í kringum húsið til að aðgæta, hvort allar dyr væru læstar. Skammbyssa og skot- hylki, sem geymd voru á hillu aftan við rúmið, þurfti að skoð- HEIMILISRITIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.