Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 24

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 24
Smásaga eftir H. M. „BJÖSSI, það er mál að fara á fætur." Það var mamma sem kallaði. Ég hrökk upp af værum svefni, og nú mundi ég allt, sem ég hafði verið að hugsa um, er ég sofn- aði um kvöldið. Það átti að senda mig út að vita til Gríms þögla — eins og hann var almennt kall- aður — með vaming. Nú var aðeins ein vika til jóla og því mátti ekki dragast lengur að fara út að vita. — Ég dreif mig á fætur og var þegar albú- inn að leggja af stað. Veðrið var kyrrlátt og afbragðs skíðafæri. — Þegar ég var bú- inn að koma dóti Gríms fyrir á litlum magasleða, er ég átti, fór ég að kveðja. Þegar ég kvaddi pabba sagði hann: „Ég ætla að biðja þig, Bjössi minn, að fara varlega og fara ekki lengra en út að vitanum, ef veðurútlitið skyldi breytast. Mér líst hálf illa á hann. En hann breytist þó ekki, að ég held, fyr- ir miðaftan. Ég bið að heilsa Grími," sagði pabbi að lokum. Ég hélt nú af stað og sóttist mér ferðin vel. Færðin var upp á það bezta, sem hún gat verið. — Margt var það, sem í huga minn kom á leiðinni. Einkum var ég oft að hugsa um Grím og hvemig hann liti út. Margt hafði ég heyrt talað um Grím og eink- um vegna þess hve fámáll hann var. Sagt var að Grímur svaraði varla þótt á hann væri yrt, en þá sjaldan að hann anzaði, svaraði hann einsatkvæðisorðum. Kveið ég því meira fyrir, eftir því sem leiðin styttist, unz ég kom á leið- arenda. Fyrst gekk ég heim að bæ Gríms, sem var skammt frá vit- anum. Barði ég að dymm, en enginn anzaði. Þá hlaut Grímur að vera úti í vita. Gekk ég þang- að. Vitinn var byggður á háum kletti, sem skagaði fram á sjáv- arströndina. Þar beljuðu öldur úthafsins upp við hamarinn og kváðu sinn orustubrag. Þegar ég kom út að vitanum var Grímur að enda við að kveikja ljósin. Heilsaði ég hon- um með handabandi og tók hann kveðju minni hlýlega. Mér varð starsýnt á Grím. Þetta var nú meiri risinn. Hárið 22 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.