Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 25

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 25
náði niður á herðar og skeggið niður á bringu, en hvortveggja var silfurgrátt. Það var eins og skini í tvær stjörnur þegar litið var í augu Gríms. Svo fögur voru þau. Og úr andliti hans mátti lesa rúnir, sem táknuðu sorg og . . . sigur. Þannig kom Grímur mér fyrir sjónir. ,,Jæja, drengur minn, þú ferð nú ekki lengra í dag, því það er ekki fallegt útlitið. Og auk þess hlýturðu að vera orðinn þreyttur." Eg sagði honum að það væri ekki búizt við mér heim um kvöldið. Fór ég síðan heim með Grími. —■ Þótti mér skrítið að koma þar inn, því að á móti mér lagði hlýjan fjósyl. Sá ég nú að baðstofan var bæði fjós og fjárhús. Hafði Grímur þar eina kú og einn vetrung cruk fimmtán kinda. Var rúm Gríms í öðrum enda baðstofunnar, en kýmar og kindumar í hinum. Það eina sem ég sá af húsgögn- um, fyrir utan rúm Gríms, sem þakið var hvíteltum gæmskinn- um, var kista ein mikilfengleg að sjá. Var lokið allt útskorið af hin- um mesta hagleik. Mér varð einkum starsýnt á kistuna og hefur Grímur tekið eft- ir því. „Þetta er nú eini fjársjóðurinn, sem ég læt eftir mig, þegar ég fer héðan, Bjössi minn," sagði Grímur og lyfti upp lokinu. Mér brá í brún. Kistan var þéttstoppuð af bókum. Vom forn- sögumar þar allar bundnar í fal- legt band. Ennfremur voru þama: Vídalínspostilla, passíusálmam- ir, ásamt mörgum góðum bók- um. „Það á ég nú afa þínum og pabba að þakka að ég hef eitt- hvað að líta í á löngum vetrar- kvöldum," mælti Grímur hátíð- lega. Síðan bætti hann við í létt- ari tón: „Jæja, Bjössi minn, við skulum fá okkur bita að borða. Þér er víst full þörf á því eftir að hafa þrammað hingað. Það er ekki svo stuttur spölur." Ég hafði enga matarlyst. Hug- urinn var allur hjá kistunni. Allt í einu hrökk ég við. Hvaða hljóð voru þetta? Slík hljóð hafði ég aldrei heyrt áður. Þau smugu gegnum hold og bein, og það var eins og kalt vatn rynni mér milli skinns og hömnds. „Já, það er byrjað að hvína í geiinu. Þá er mér víst ekki til setunnar boðið," tautaði Grímur. „Hvaða hljóð er þetta?" gat ég loks stunið upp. „Það hvín. í hnjúkunum hér upp af undan áhlaupsveðmm og er því bezt fyrir mig að vera upp í vita í nótt. Ekki mun þeim vera það of gott að ljósin séu í lagi, HEIMILISRITIÐ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.