Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 28
Fyrst í stað varð ég ofsaglað- ur, en svo áttaði ég mig og mér fannst eins og dimmdi í kring um mig og óveðursbliku drægi yfir okkur. Eg lét ekki bera á áhyggjum mínum, en reyndi að hugga Rúnu og sagði henni að allt myndi fara vel og ég myndi tala við föður hennar strax og færi gæfist. Mér leið ekki vel og mér fannst sem ég gengi á glóðum elds. Eg óttaðist að Jón myndi reyna að grípa til einhvers óyndisúrræðis til þess að skilja okkur. Ég þurfti ekki lengi að bíða tækifæris til að tala við Jón. Daginn eftir samtal okkar Rúnu var ég staddur út við fjárhúsin. Kom hann þá þangað til þess að skoða sauðina áður en þeim yrði sleppt. Jón skoðaði heyið meðan ég sótti sauðina í haga. Var hann hinn kátasti og hældi mér á hvert reipi og sagði að ég væri aíbragðs fjármaður og færi mér stöðugt fram. Hugði ég nú gott til fanga úr því að svo vel lægi á karlinum. En það er fljótt að skipta veðri í lofti og svo reyndist nú. Ég hafði varla lokið við að segja Jóni frá ástum okkar Rúnu og beðið hann að gefa okkur blessun sína, er óveðrið skall yfir. Jón stóð andartak á öndinni. Fyrst froðufelldi hann af vonzku, en jós svo yfir mig bölbænum: „Þú, hundspottið þitt! Sveitar- limur! Tíkarsonur! — Þetta mátti ég vita, að eitthvað hlytist af að ráða þið hingað. — Að þú fáir dóttur mína? Nei og aftur nei! Og snautaðu nú burtu af mínu heimili, sveitarlimurinn þinn áður en ég læt vinnumenn mína húðstrýkja þig!" Þegar Jón nefndi mig tíkarson gat ég ekki lengur stillt mig, heldur rauk á karlinn og hristi hann eins og hvolp. Sagði ég honum, að ef allir hefðu átt eins heiðvirða móður og ég, þá væru ekki til slík fúlmenni sem hann. Eftir þennan írmd okkar Jóns, fór ég heim og hafði tal af Rúnu. Sagði ég henni, hvernig komið væri. Bað ég hana þó vera von- góða, því að okkur myndi leggj- ast eitthvað til með guðs hjálp. Að skilnaði sagði Rúna mér, að hún skyldi aldrei verða dreg- in nauðug upp að altarinu. Hélt ég síðan af stað frá Tungu. Já, Bjössi minn, það sem síðar gerðist, sagði mér trúnaðarvin- kona okkar Rúnu. Þegar Jón kom heim um kvöldið, hafði hann strax tal af Rúnu. Sagði hann að Guðmundur í Holti hefði beð- 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.