Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 41
dögunum og töluÖum ekki meira um fortíðina né framtíÖina og komum aftur heim í stóra, gamla húsið, sem Ray var orðinn svo hrifinn af. Hann lofaði því, að jafnskjótt og hann kæmi aftur heim, ætlaði hann að láta inn- rétta nýtízku eldhús, láta mála, og svo framvegis. Hann sagðist vera hrifinn af húsinu, af því það væri svo prýðilegt til að ala upp börn í. Auðvitað hélt ég, að hann ætti við okkar börn. En daginn áður en hann fór, varð mér ljóst, hvað hann átti í raun og veru við. Hann hafði verið önnum kaf- inn að pakka niður, en síðdegis sagði hann allt í einu leyndar- dómsfullur : ,,Ég verð að skreppa snöggvast út, og þegar ég kem aftur skal ég koma þér á óvart með dálítið. Eg beið full eftirvæntingar. Þetta yrði síðasta kvöldið okkar saman í langan tíma. Allt í einu heyrði ég fótatak á stígnum, margra fótatak. Svo heyrði ég ungar raddir blandast saman við djúpan bassa Rays. Hann kom inn um framdyrnar með ferðatösku og leikföng í höndunum. Tvö börn trítluðu á eftir hon- um með fangið fullt af leikföng- um. Annað þeirra leiddi þríhjól. Eg hugsaði: ,,Hvar í ósk.öpun- unum hefur Ray náð í þessi börn, og hvernig dirjist hann að kpma með þau hingað, síðasta kvöldið, sem hann er hjá mér ?“ En ég reyndi að vera glaðleg. Ég sagði: ,,Sæll, elskan,“ og beið. Ray kyssti mig lauslega, hló síðan, hátt og óeðlilega. „Elskan mín, hérna eru krakkarnir. Þetta er Ebba. Hún er stór stúlka, fimm ára. Þetta er Villi fjögra ára, hann ætlar að verða lestarstjóri." Ég deplaði augunum. ,,Hver á þessi börn, Ray ?“ Hann leit niður fyrir sig, en röddin var næstum afundin. ,,Nú, ég á þau, vitanlega. Ég sagði þér, að ég hefði verið kvæntur.“ ,,Þú gerðir það — en ekki —“ ,,Og að Diana heði dáið fyrir nærri tveim árum. Jæja, börnin hafa verið hjá systur minni, Ruby, og manni hennar, Amerík- ana, sem heitir Wilbur Carey —“ Ég stóð þarna með opnum munni og starði á hann. ,,Ruby frænka að fara burt. Hún segir við getum ekki verið hjá sér leng- ur,“ sagði Ebba alvarlega. ,,Svo við ætlum að vera hérna hjá ykk- ur, segir pabbi. Við erum fegin.“ Mér varð ískalt. Ekki það, að ég hefði neitt á móti börnum, en Ray hafði ekki svo mikið sem gefið í skyn, að hann ætti börn. Hann ræskti sig og stamaði: ,,Ég vissi, að þú — já, mundir HEIMILISRITIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.