Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 55

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 55
mjúka rödd, og hún skýrði flótta- mannanefndinni, hvernig hún hefði verið handtekin af lögreglu kommúnista. ,,Þeir spurðu mig í þaula, af hverju ég hefði farið svo margar ferðir vestur. Svo slepptu þeir mér. Svo stefndu þeir mér aftur fyrir sig. Ég varð hrædd. . . .“ Nefndarmenn kinkuðu kolli. Skjöl Gardy sönnuðu vissulega, að hún hefði farið oft vestur. — Vestur-þýzka lögreglan staðfesti, að hún hefði verið handtekin af kommúnistum. Aður en langt um leið, var Gardy farin að starfa fyr- ir upplýsingaþjónustu ameríska hersins í Berlín. En hún starfaði jafnframt fyrir sovétsku leyni- þjónustuna. Gardy Schmidt var yngri en Mata Hari og fegurri eftir nútíma mælikvarða, og enginn vissi um þetta tvöfalda hlutverk hennar, nema hún sjálf og sovétskir yfir- menn hennar. DUFLAÐI OG DAÐRAÐI Þegar Gardy fór sínar leynilegu ferðir til Austur-Berlín eftir ýms- um krókaleiðum, og tók með sér allar þær upplýsingar, sem henni hafði tekizt að safna í stöðvum ameríska hersins, geymdi hún í hjarta sér myndina af æskuunn- usta sínum. Þau höfðu hitzt á dansleik, þeg- ar hún var aðeins seytján ára, og hann var ári yngri. Þau voru bæði stúdentar við háskólann í Halle. Þau döðruðu dálítið saman. Eins og allir stúdentar á þeim tíma, voru þau fullorðin eftir aldri. Gardy komst að því, að Helmuth Bauske var viðriðinn andkomm- únistiska pólitík. Meðan þau kysstust, grunaði þau ekki, að nafn hans var á leynilista yfir andsovétska starfsemi. HÓTANIR Bauske komst brátt að því, að eftirlit var haft með honum. Að því kom, er hann ætlaði að heim- sækja Gardy, að hann var hand- tekinn. En Gardy hélt því fram, að hún vissi ekkert um það. Hann hafði einungis ,,horfið“. Og hún varð hissa, þegar henni og móður hennar var stefnt til að koma á lögreglustöðina. Tveir leyniþjónustumenn yfir- heyrðu hana. ,,Svo þú ert loks komin til að segja okkur frá vini þínum Bauske,“ sögðu þeir. ,,Alls ekki,“ sagði Gardy, — ,,mér og móður minni var stefnt hingað.“ ,,En þú þekkir Bauske ?“ sagði yfirheyrandinn. Þannig hófst hið undarlega sambland af táli og hótunum, sem leiddi hina fögru og gáfuðu HEIMILISRITIÐ 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.