Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 3

Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 3
CAD ehf. Skúlagata 10 IS-101 - Reykjavik - Iceland tel: +354 552 3990 www. cad.is - cad@cad.is C M Y CM MY CY CMY K verktækni-nov 2011.pdf 1 11.11.2011 08:51:18 Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 55 88 100 · utgafa@utgafa.is Engjateigi 9 · 105 Reykjavík Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur: sigrun@verktaekni.is V E R K T Æ K N I Aldarafmæli VFÍ Fyrsti íslenski verkfræðingurinn, Sigurður Thoroddsen, lauk námi frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1892. Tveimur áratugum síðar var Verkfræðingafélag Íslands stofnað, þann 19. apríl 1912. Í ár verður haldið upp á afmæli félagsins með margvíslegum hætti eins og sjá má á dagskrá afmælisársins sem birt er hér í blaðinu. Félagsmenn í Verkfræðingafélaginu eru rúmlega 2.200 og mun það vera um 75% Íslendinga sem lokið hafa prófi í verkfræði. Í tímans rás hefur starfssvið verkfræðinga orðið sífellt fjölbreyttara og verkfræðinámið er lykill að nánast hvaða starfsvettvangi sem er. – En fyrir 120 árum mátti fyrsti íslenski verkfræðingur- inn, og þeir sem á eftir honum komu næstu áratugina, búa við takmarkaðan skilning á menntun sinni og getu. Það þótti mikil sóun að jafn efnilegur piltur og Sigurður Thoroddsen skyldi ekki verða prestur eða læknir. Aldarafmælis Verkfræðingafélags Íslands verður minnst með ýmsum hætti eins og áður segir. Á sjálfan afmælisdaginn, sem ber upp á sumardaginn fyrsta, verður afmælishátíð í Hörpunni. Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru velkomnir og hvattir til að mæta. Í nóvember kemur út saga félagsins, höfundur er Sveinn Þórðarson. Bókin verður sú sjöunda í ritröð VFÍ sem ráðiðst var í á 90 ára afmæli félagsins árið 2002. Upplýsingar um ritröðina eru á vef félagsins, vfi.is – útgáfa. Ritin fjalla um hin ýmsu svið sem verkfræðingar hafa starfað á en fram til þess tíma var afar lítið til af slíku efni á íslensku. Hér í lokin vil ég nota tækifærið og minna á afmælisráðstefnu Verkfræðingafélagsins: Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi sem verður hald- in á Grand Hótel fimmtudaginn 8. mars. Markmiðið með ráðstefnunni er að  vera vettvangur nauðsynlegrar umræðu um eitt mikilvægasta málefni þjóðarinnar. Dagskráin er metnaðarfull og áhugaverð og verða upplýsingar sendar félags- mönnum þegar nær dregur og jafnframt birtar á vef félagsins. Sigrún S. Hafstein, ritstjóri. Afmælisdagskrá Dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Verkfræðingafélags Íslands er birt á bls. 6. Munið vefi félaganna Á vefsíðum VFÍ og TFÍ er að finna upplýsingar um starfsemi félaganna; fréttir, viðburði og kjaratengd málefni. Þar er meðal annars hægt að skila inn umsóknum um inngöngu í félögin og til sjóða í vörslu þeirra. Við minnum á að nýtt kjarasvæði var sett upp síðastliðið haust. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar á sviði kjaramála. www.vfi.is – www.tfi.is Skilafrestur Stefnt er að því að næsta tölublað Verktækni komi út í mars. Þeir sem vilja koma efni í blaðið og/eða skilaboðum til ritstjóra eru beðnir um að senda tölvupóst: sigrun@verktaekni.is LE IÐAR INN Aðalfundir Aðalfundur VFÍ Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn 22. mars. Með vísan til 20. greinar félagslaga VFÍ er félagsmönnum bent á að tillögur sem þurfa samþykki aðalfundar áttu að berast stjórninni fyrir 15. febrúar. Eins og auglýst hefur verið í tölvupósti til félagsmanna verður kosið um formann, tvo meðstjórnendur og vara- meðstjórnanda. Tillögur félagsmanna um stjórnar- og ráðsmenn áttu að berast stjórn félagsins skriflega fyrir 15. febrúar. Aðalfundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 og hefst kl. 17. Aðalfundur TFÍ Aðalfundur Tæknifræðingafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 28. mars. Með vísan til 13. greinar félagslaga TFÍ er félagsmönnum bent á að tillögur sem þurfa samþykki aðalfundar áttu að berast stjórninni fyrir 15. febrúar. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 og hefst kl. 19. Aðalfundur KTFÍ Aðalfundur Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands verður haldinn 28. mars, sama dag og aðalfundur TFÍ. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 og hefst kl. 17 Aðalfundur STFÍ Aðalfundur stjórnenda og sjálfstætt starfandi í TFÍ verður haldinn í 28. mars, sama dag og aðalfundur TFÍ. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 og hefst kl. 17. Athugið að í ár verða aðalfundir TFÍ, KTFÍ og STFÍ haldnir sama dag. Fundir KTFÍ og STFÍ munu hefjast kl. 17. Að þeim loknum verður gert hlé og bornar fram veitingar. Gert er ráð fyrir að aðalfundur TFÍ hefjist kl. 19.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.