Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 10

Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 10
10 / VERKTÆKNI Gjöfular endurnýjanlegar auðlindir og vistvæn orka, ásamt lágu kolefnisspori (CO2) vegna orkunotkunar bygginga er sérstaða okkar. Raforkuverð er lágt á Íslandi í dag m.v. nágrannalöndin, en allt bendir til að það muni hækka verulega. Því er spurning hver sé efnahagslegur ábati að spara orku og eru hagræðingarmöguleikar í orku- málum alltaf fullnýttir? Í orkustefnu fyrir Ísland1, er markmið sett fram um að raforkuverð færist nær því sem þekkist á meginlandsmörkuðum Evrópu og einnig er spáð að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum, svo eftir einhverju verður að slægjast. Jarðvarminn er líka okkar sérstaða og er ódýr í samanburði við kyndingarkostnað Evrópuríkja, þar sem notuð er t.d. kol, gas og kjarnorka sem er bæði óvistvæn orka og veldur útblæstri gróðurhúsalofttegunda (CO2). Fyrir liggur ný tilskipun Evrópusambandsins um orku- nýtingu bygginga (Directive 2010/31/EU) 3 , en væntanlega munu íslensk stjórnvöld sækja um undanþágu frá því regluverki þrátt fyrir að núverandi og nýsamþykkt lög (Lög um mannvirki nr. 160/2010) er varða skipulag og mannvirki, geri auknar kröfur í átt til sjálfbærrar þróunar. Þar vega þungt ákveðin hagnaðarrök þar sem auknar aðgerðir í átt til orkusparnaðar eru ekki taldar geta lækkað heildarorkukostnað eins og staðan er í dag. Lög, reglur og staðlar varðandi orkunotkun Ljóst er að okkur vantar reglur, staðla og viðmið hvað varðar orkunotkun og nýtingu. Í gildandi byggingarreglugerð nr. 441/1998 er gerð krafa um U-gildi (W/ m²K) og varmaeinangrun, en það er mat sérfræðinga að kröfur byggingarreglu- gerðar í dag eru þegar of strangar fyrir Reykjavíkursvæðið (endurborgunartími of langur) og er það að bera í bakkafullan lækinn að auka við þessa kröfu. Það vantar rannsóknir og samræmingu auk þess er þekkingarskortur á arðsömum aðgerðum. Því miður hefur það ekki verið skoðað hvort fjárfesting í meiri einangrun sé hag- kvæmur kostur. Eitt af markmiðum nýrra mannvirkjalaga nr. 160/2010 er; „að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygg- inga” og í yfirlýstum markmiðum Alþingis við endurskoðun byggingareglugerðar 2011 segir; „Markmiðið er framsæknasta byggingarreglugerð á Norðurlöndum hvað varðar sjálfbæra þróun”. En því miður er ekki farið eftir þessum markmiðum og er aukin krafa um ein- angrun bygginga þ.e. U-gildi (W/m²K) eina aðgerðin til vistvænna framfara og bættrar orkunýtingar, þó svo að hag- kvæmisútreikningar hafa ekki farið fram. Það eru litlar tengingar milli tilskipunar Evrópusambandsins við endurskoðaða byggingarreglugerð, þrátt fyrir fögur fyrir- heit um sjálfbæra þróun og góða orkunýt- ingu við rekstur bygginga. Helstu áherslur í tilskipun Evrópubanda- lagsins (Directive 2010/31/EU) eru m.a. : • Innleiðing orkunýtingarvottorða bygg- inga (EPC) • Lágmarkskröfur um orkunýtingu bygg- inga (EPB) • Auka gæði og eftirlit með loftræsti- og hitakerfum • Hagkvæmis- og arðsemisútreikningar varðandi orkusparnað Hvað er hagkvæmast fyrir Ísland? Í flestum Evrópuríkjum eru unnir arð- semisútreikningar og fundinn líftímakostn- aður (LCC). Í framhaldi af því eru teknar ákvarðanir um fjárfestingar í orkusparnaði og varmaeinangrun, auk endurnýjun bún- aðar og ytra byrðis í eldri húsum. Sóknarfæri í orkusparnaðaraðgerðum eru m.a. þessar: 1. Stillingar á kerfum – meira eftirlit með loftræsti- og hitakerfum, minnka umfram notkun í raforku og heitu vatni með vöktun og vitund starfsfólks. Notkun rafrænna innviða. 2. Innkaup á raforku – rétt val á taxta frá orkusölufyrirtækjum (á við um atvinnufyrirtæki). 3. „Hin hagsýna húsmóðir” – aðferð, slökkva ljósin o.þ.h. Einnig má nefna að auka einangrun í húsum, en reikna þarf endurgreiðslutíma á fjárfestingunni með arðsemisútreikningum. Endurgreiðslutími fjárfestinga í bættri orkunýtingu er æskilegur 10 ár, en yfir- lýsing frá stjórnvöldum um hvaða endur- greiðslutíma skuli miða við er nauðsyn- legur til að samræma megi aðferðir og mat á niðurstöðum orkuútreikninga. Mynd 1 sýnir útreikning Dana á ein- angrunarþykktum t.d. 300 mm einangrun: Fjárfestingin er 20 Euro/m2 og 35 Euro/m2 sparnaður með núvirðisreikningum allan líftímann. Hagnaðurinn er því 15 Euro/ m2 m.v. 40 ára líftíma. Með þessu dæmi er ljóst að 300 mm einangrun borgar sig í Danaveldi. Hvað með Ísland, hafa verið gerðir svona útreikningar hjá okkur? Nei, ekki markvisst. Þess vegna eru ákvarðanir um aukna einangrun í nýrri byggingarreglugerð ekki tekin út frá arðsemisútreikningum eða mæligögnum, heldur er farin sú leið að taka upp hrá einangrunargildi sem sett eru fram í reglugerðum í nágrannalöndum okkar, því við megum ekki vera eftirbátar þeirra. Vistvæn og bætt hönnun, skoðun á líftímakostnaði(LCC) Á síðustu árum eru tæknimenn og fjár- festar farnir að gefa meiri gaum að heildar- myndinni í framkvæmdum og mannvirkja- gerð með hönnunarstjórnun og skoðun á líftímakostnaði (LCC). Framkvæmda- og rekstaraðilar og eigendur fasteigna eru farnir að átta sig á því að eitt er að byggja og annað er að reka mannvirkið til fjölda ára. Að vanda undirbúninginn í skipulagi, hönnun og framkvæmd, skilar sér í minna viðhaldi og lægri rekstrarkostnaði allan líftímann. Vistvæn hönnun varðandi orku og vatn gengur út á m.a. að setja viðmið um hámarksorkunotkun byggingarinnar, auka einangrun og loftþéttleika, lágmarka þörf á kælingu, velja lausnir sem krefjast minni orku á rekstrartíma, leggja áherslu á notendastýringu, velja vatnssparandi blöndunartæki og salerni, huga að lausnum Orkunotkun bygginga Erum við að hagnast á orkusparnaði og vistvænum áherslum? — Lágmarkskröfur um orkunýtingu bygginga (EPB) — Auka gæði og eftirlit með loftræsti- og hitakerfum — Hag væmis- og arðsemisútreikningar v rðandi orkusparnað Hvað er hagkvæmast fyrir Ísland? Í flestum Ev ópuríkjum eru unnir arðsemisútreikningar og fu din líftímako tnaður (LCC). Í framhaldi af því eru teknar ákvarðanir um fjárfestingar í orkusparnaði og varmaeinangrun, auk endurnýjun búnaðar og ytra byrðis í eldri húsum. Sóknarfæri í orkusparnaðaraðgerðum eru m.a. þessar: 1. Stillingar á kerfum – meira eftirlit með loftræsti- og hitakerfum, minnka umframnotkun í raforku og heitu vatni með vöktun og vitund st rfsfólks. Notkun rafrænna innviða. 2. Innkaup á raforku – rétt val á taxta frá orkusölufyrirtækjum (á við um atvinnufyrirtæki). 3. “Hin hagsýna húsmóðir” – aðferð, slökkva ljósin o.þ.h. Einnig má nef að auka ein ngrun í húsum, en reikna þarf endurgreiðslutí a á fjárfestingunni með arðsemisútreikningum. Endurgreiðslutími fjárfestinga í bættri orkunýtingu er æskilegur 10 ár, en yfirlýsing frá stjórnvöldum um hvaða endurgreiðslutíma skuli iða v ð er nauðsynlegur til að samræma megi aðferðir og mat á niðu töðum orkuútreikninga. Mynd 1: Viðbótareinangrun þaksrýmis í eldra húsi3                                                                                                                           3  Heimild:Sören  Aggerholm,  SBi,  2011     Mynd 1: Viðbótareinangrun þaksrýmis í eldra húsi 3

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.