Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 12

Verktækni - 01.02.2012, Blaðsíða 12
12 / VERKTÆKNI Mynd 2. Dæmi um þrívíða prentrásateikningu í Altium. Mynd 1. Dæmi um rásateikningu í Altium. Ekkert af þeim forritum sem ég hef prófað er með nægilega góð bókasöfn (library) af íhlutum. Altium mætti líka bæta sig hér. Iðulega þarf að búa til nýjan íhlut í hverri hönnun. Hér hefði maður haldið að það væri hagur íhlutaframleiðenda að hafa svona upplýsingar á heimasíðum sínum, en það yfirleitt ekki tilfellið. Mér hefur reyndar orðið nokkuð ágengt í að finna bókasöfn fyrir Altium, en það er sennilega vegna þess að það getur tekið inn bókasöfn frá mörgum hinna forritanna. Hins vegar er Altium með töfra (wizard) sem hjálpar manni að búa til íhlutinn og vegur það nokkuð upp skortinn á tilbúnum íhlutum. Þegar hönnun er lokið er einfalt er að búa til helstu skjöl, t.d. teikningar á pdf formi. Það má lengi telja upp alls konar smá- atriði varðandi Altium og örugglega margt einnig hægt í OrCAD og öðrum forritum. Fyrir áhugasama er berst að skoða eitthvað af öllu því því efni sem er aðgengilegt á Netinu og bera saman við sitt kerfi. Altium er í það minnsta verðugur valkostur við OrCAD. Námsmannaleyfi fyrir Altium Lengi hefur verkfræðinemum ekki staðið til boða annað en að nýta sér ókeypis útgáfur af prentrásarforritum. En nú er Háskólinn í Reykjavík kominn með 50 námsmannaleyfi fyrir Altium. Það er ánægjulegt að nemar geti nú notað í skól- anum verkfæri fagmanna. Þeir fara þannig út í atvinnulífið með með þekkingu og færni sem hentar ágætlega því Altium er þegar í notkun í nokkrum íslenskum fyrir- tækjum. Höfundur: Baldur Þorgilsson, aðjúnkt, Tækni- og verkfræðideild, Háskólanum í Reykjavík Tenglar http://www.altium.com http://www.cadence.com http://www.cadsoftusa.com http://www.freepcb.com http://www.expresspcb.com http://www.gpleda.org

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.