Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 1

Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 1
Kjaramál 4 Aldarviðurkenning 8 Afmælishlaup 11 Aðalfundur VFÍ 7 Ályktun 12 2 . t b l . 1 8 . á r g . 2 0 1 2 Aðalfundur TFÍ 6 Hátt í 600 manns mættu í Hörpu á sumar- daginn fyrsta og fögnuðu 100 ára afmæli Verkfræðingafélags Íslands. Á hátíðinni var veitt Aldarviðurkenning félagsins. Viðurkenningar voru veittar í þremur flokk- um til einstaklinga sem þótt hafa skarað fram úr annars vegar fyrir störf sín innan fyrirtækja sem eru alþjóðlega í fremstu röð og hins vegar innan sprotafyrirtækja sem hafa náð fótfestu má markaði. Þá fengu viðurkenningu fimm einstaklingar sem plægt hafa akurinn með störfum sínum, sýnt frumkvæði og haft veruleg áhrif. Viðurkenningin er veitt fyrir framlag sem byggt er á sérhæfðri þekkingu á sviði tækni og raunvísinda til nýsköpunar og framfara í íslensku atvinnulífi. Henni ætlað að vekja athygli á afrekum sem hafa haft umtalsverð áhrif á efnahagslíf og lífsgæði á Íslandi eða eru líkleg til að gera það í framtíðinni. Viðhjálmur Lúðvíksson, formaður viður- kenningarnefndar tilkynnti um niðurstöður nefndarinnr og sagði m.a. að með viður- kenningunni væri vikið frá staðalmyndinni af viðfangsefnum verkfræðinga en athygli Aldarviðurkenning VFÍ beint að því hvernig hugvit, auðgað af tækni þekkingu og raunvísindum, verður undirstaða nýjunga. Með viðurkenningunni væri einnig undirstrikað mikilvægi sam- spils milli ólíkra þekkingargreina því fæstar nýjungar verði að verðmætum nú á dögum nema virkjuð sé þekking á fleiri en einu sviði. „Fyrirtækin sem nefnd eru til sögunnar sýna svo ekki verður um villst að sú fjár- festing í rannsóknum og þróunarstarfi og stuðningur stjórnavalda við nýsköpun sem hófst fyrir um 30 árum hefur nú skilað ótví- ræðum árangri og veitir fjölda hæfileikaríks fólks með fjölbreytta menntun atvinnu við störf sem nýta krafta þeirra til fullnustu.” (Sjá miðopnu).

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.