Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 3

Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 3
Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 55 88 100 · utgafa@utgafa.is Engjateigi 9 · 105 Reykjavík Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur: sigrun@verktaekni.is V E R K T Æ K N I Bjartsýni Þetta tölublað Verktækni er tileinkað hátíðahöldum í tilefni af aldarafmæli VFÍ. Afmælisdaginn sjálfan, 19. apríl, bar upp á sólríkan, fyrsta sumardag,- og það var sól í sinni í Hörpu þennan dag. Margir höfðu á orði að það væri ánægjulegt að verða vitni að því þegar Aldarviðurkenning VFÍ var afhent. Glæsilegur hópur frumkvöðla tók á móti viðurkenningu og það jók bjart- sýni að rifja upp og heiðra merkilegt starf á sviðum tækniþekkingar og raun- vísinda síðastliðna áratugi. Kristinn Andersen, formaður VFÍ, setti hátíðina og sagði meðal annars: „Ég efast um að stofnendur Verkfræð- inga félagsins hafi séð fyrir að íslenzkir verkfræðingar, hundrað árum síðar, yrðu í forystu í heiminum í framleiðslu gervifóta og stoðtækja. Eða í fram- leiðslu fullkomnustu tækja fyrir stærstu matvælaframleiðendur heimsins. Hefðu þeir séð fyrir hvernig ferðamannapara- dís væri risin kringum jarðhitann á hrjóstrugum Reykjanesskaganum, 100 árum síðar? Hvað þá að á Íslandi yrði til öflug atvinnugrein um leiki sem ger- ast úti í sólkerfum himnanna, sem séra Matthías orti um í þjóðsöngnum. Það getur verið brigðult að spá um framtíðina, eins og þessi dæmi sýna. Við vitum lítið um hvað gestir afmælishátíðar Verkfræðingafélagsins árið 2112 munu fást við. Kannski við munum eiga einhverja vegaspotta ennþá ólagða, eða einhverja læki óvirkjaða – og kannski framfarir í líf- tækni og nýting jarðhitans færi okkur aldingarða þar sem nú eru öræfi. Reynslan kennir okkur að ótrúlega margt sprettur fram ófyrirséð, hvað sem öllum áætlunum okkar líður. Eftir stendur þó að góð menntun, haldgóð þekking á lögmálum raunvísindanna og færni í aðferðum stærðfræðinnar er sígildur grunnur sem alltaf kemur að notum. Þess vegna er ég þess full- viss að verkfræðin á framtíðina fyrir sér og við þurfum ekki að kvíða framtíð Verkfræðingafélags Íslands á komandi árhundraði.“ Sigrún S. Hafstein, ritstjóri. Söguganga VFÍ Laugardaginn 19. maí verður Söguganga Verkfræðingafélags Íslands. Gangan er einn afmælisviðburða í tilefni af 100 ára afmæli VFÍ. Lagt verður af stað frá Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 10. Gengið verður um Laugardalinn í fylgd Stefáns Pálssonar, sagnfræðings. Ráðgert er að gangan taki um tvær klukkustundir og að henni lokinni verður boðið upp á hress- ingu í Verkfræðingahúsi. Allir velkomnir – fullorðnir og börn. Vorferð BVFÍ: Búðarhálsvirkjun Vorferð Byggingarverkfræðideildar VFÍ (BVFÍ) verður 26. maí. Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun verða skoðaðar. Dagskrá og skráning auglýst síðar. - En munið að taka daginn frá. Vefir félaganna – og Facebook Á vefsíðum VFÍ og TFÍ er að finna upp- lýsingar um starfsemi félaganna; fréttir, viðburði og kjaratengd málefni. Þar er meðal annars hægt að skila inn umsóknum um inngöngu í félögin og til sjóða í vörslu þeirra. Við minnum á að nýtt kjarasvæði var sett upp síðastliðið haust, þar er að finna margvíslegar upplýsingar á sviði kjara- mála. Einnig er hægt að fylgja félögunum á Fésbókinni: www.facebook.com/vfi.1912 og www.facebook.com/tfi.1960 www.vfi.is www.tfi.is Skilafrestur Stefnt er að því að næsta tölublað Verktækni komi út í lok maí. Þeir sem vilja koma efni í blaðið og/eða skilaboðum til ritstjóra eru beðnir um að senda tölvupóst: sigrun@verktaekni.is LE IÐAR INN Í sumarskapi í Hörpu. Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og forsetahjónunum á sumardaginn fyrsta í Hörpu. Þau mættu á 100 ára afmælishátíð VFÍ en forsetinn og ráðherrar afhentu Aldarviðurkenningu VFÍ. Sagt er frá afmælishátíðinni í miðopnu.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.