Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 4

Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 4
4 / VERKTÆKNI Yfir 70% þeirra sem sóttu um fá úthlutað í sumar. Orlofssjóður VFÍ festi kaup á stórri gull- fallegri íbúð á Akureyri sem er meðal val- kosta í sumar. Eins var tekið á leigu sumar- hús á einstaklega fallegum stað á Héraði á Austurlandi. Er um að ræða hús innan Þrír félagsmanna VFÍ og KTFÍ unnu gjafa- kort að upphæð 10 þúsund krónur í tengslum við kjarakönnunina í ár. Dregið var úr hópi þeirra sem að sendu inn svör fljótt og vel. Vinningana hlutu Hildur Hrólfsdóttir, Gunnar Á. Bjarnason og Arnar M. Snorra- son. Arnar var staddur erlendis þegar myndatakan fór fram. Hús á Austurlandi og ný íbúð á Akureyri Af kjaramálum VFÍ og KTFÍ Gjafakort fyrir snögga svörun í kjarakönnun Nýútskrifaðir verkfræðingar og tæknifræðingar: Gætið ykkar á vistarböndum Skógræktar Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi á skjólsælum stað með góðu útsýni. Í boði í sumar eru 165 vikur í sumarhús- um og tjaldvögnum og einnig er úthlutað hótelmiðum. Félagsmenn sem kusu að nýta þann kost gátu sótt um allt að 10 miða hver. Um 230 umsóknir bárust um orlofs- dvöl en umsóknarfrestur var til 16. apríl. Fyrstu úthlutun er lokið og verður í framhaldi úthlutað því sem út af stendur. Liðið ár var úthlutun OVFÍ um 65% og í ár fer hún yfir 70%. Björn Friðþjófsson, hjá Tréverki ehf. Dalvík afhenti Kristjáni Ólafsson stjórnarmanni OVFÍ íbúðina. Mikil ánægja er með smíði og frágang innanhúss. Hildur Hrólfsdóttir, Gunnar Á. Bjarnason og Þrúður G. Haraldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála, sem afhenti þeim verðlaunin. Íbúðin er hin glæsilegasta. Samkeppnisákvæði í formi vistarbanda í ráðningarsamningi eru varasöm. Að gefnu tilefni viljum við hvetja alla tæknifræðinga og verkfræðinga sem eru að ráða sig til vinnu að skoða vel hvort að í ráðningarsamningi sem þeim stendur til boða felist ákvæði sem segi að þeim sé ekki heimilt að vinna hjá sam- keppnisaðila fyrirtækisins í t.d. 12 eða 24 mánuði eftir að þeir láta af störfum hjá fyrirtækinu án sérstakrar launa- greiðslu fyrir þá mánuði. Í fámennu þjóðfélagi getur ákvæði sem þetta komið í veg fyrir að starfsmaður eigi þess kost að ráða sig til starfa á fagsviði sínu. Eins getur slíkt ákvæði gert það að verkum að starfs- maðurinn verður að sætta sig við langtum lakara starf og verr launað en annars hefði verið. Það er jafnframt algjörlega fráleitt að slíkt ákvæði sé sett inn í skammtíma- samninga. Nóg er að vísa í 27. gr. sam- keppnislega nr. 8 1993 en þar koma fram eðlilegar hömlur sem vernda hagsmuni fyrirtækja sem búa við raunverulegar sam- keppnisaðstæður. Þar segir að refsivert sé að nýta sér alla þá þekkingu sem teljist atvinnuleyndarmál, í samkeppni við fyrr- verandi vinnuveitanda í allt að þrjú ár eftir að ráðningu lýkur. Danir höfðu um áratugaskeið sett í ráðn- ingarsamninga samkeppnisákvæði með vistarböndum sem bannaði starfsmönnum að ráða sig til samkeppnisfyrirtækja í 1-3 ár eftir að ráðningu lauk eða svipað ákvæði og sett er fram í ráðningarsamningum háskólamanna hér á landi. Þetta tíðkaðist í Danmörku allt til vors 2008 en þá voru sett lög í Danmörku sem bönnuðu slík ákvæði í ráðningarsamningum, nema að greitt væri fyrir umrætt tímabil. Verkfræðingar og tæknifræðingar þurfa að gæta þess að skrifa ekki athugasemda- laust undir ráðningarsamning með slíkum ákvæðum. Upplýsingar um samkeppnis- ákvæði með vistarböndum veitir skrif- stofan. Þrúður G. Haraldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála. Félagsvísindastofnun vinnur nú úr svör- unum og ættu niðurstöður að liggja fyrir síðari hluta maímánaðar. Verður fróðlegt að sjá hversu mikil hreyfing hefur orðið á launum frá árinu 2011.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.