Verktækni - 01.03.2012, Page 6

Verktækni - 01.03.2012, Page 6
6 / VERKTÆKNI Aðalfundur Tæknifræðingafélags Íslands 2012 var haldinn 28. mars. Hér verður stiklað á stóru í ársskýrslu félagsins fyrir starfsárið 2011-2012. Ársskýrslan með ársreikningum er birt í heild á vefsíðu TFÍ: www.tfi.is. Ársreikningur Samkvæmt rekstrarreikningi nam rekstrar- tap ársins tæpum 87 þúsund krónum, en rekstrartekjur námu rúmum 18,6 milljónum króna. Heildareignir í lok ársins samkvæmt efnahagsreikningi námu tæpum 19,4 millj- ónum en heildarskuldir tæpum 11,4 millj- ónum króna á sama tíma. Eigið fé var því jákvætt um tæpar 8 milljónir. Veltufjármunir í árslok voru tæpum 8 milljónum hærri en skammtímaskuldir. Á aðalfundinum var samþykkt að hækka félagsgjöldin um tólf hundruð krónur og verða þau 32.400 krónur á ári, þar af renna 8.200 krónur til KTFÍ eða STFÍ. Skýrsla stjórnar Í ársskýrslunni er ávarp Bergþórs Þormóðs- s onar, formanns TFÍ. Þar segir hann meðal annars: „Starfið undanfarið ár hefur ein- kennst af hagsmunagæslu, fræðslustarfi, kjarasamningum og að halda uppi vörnum fyrir félagsmenn eftir þörfum. Aðalfundur TFÍ Aðalfundur KTFÍ Menntun tæknifræðinga skiptir sköpum. Félagið hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa einarða stefnu gagnvart þeim sem óska eftir heimild til að nota starfsheitið tækni- fræðingur. Starfsheitið er lögverndað og í því felast mikil verðmæti. Það er ábyrgðar- hluti að veita einstaklingi heimild til að nota lögverndað starfsheiti.” Bergþór benti ennfremur á að TFÍ standi frammi fyrir þeirri áskorun að fara yfir inn- tökuskilyrði og hvort geri eigi breytingar á þeim. „Um leið verður að skoða vel kröfur markaðarins og þær væntingar sem gerðar eru til tæknifræðinga í dag. Einnig ber að skoða þau tækifæri sem tæknifræðingar hafa til framhaldsmenntunar. Fáar háskóla- stéttir búa við það að hafa ekki meistara- nám sem eðlilegt framhald af BS-námi. Tæknifræðingar á Íslandi búa við þær aðstæður að njóta svipaðra eða sömu kjara og verkfræðingar, enda er umtalsverður fjöldi tæknifræðinga með iðnmenntun og iðnmeistararéttindi auk tæknifræðinámsins. Tæknifræðingar eru því mjög eftirsóttur vinnukraftur í íslensku atvinnulífi.” Menntunarnefnd Á starfsárinu voru haldnir þrettán fundir í Menntunarnefnd TFÍ. Á öllum fundum nefndarinnar er fjallað um umsóknir um inngöngu í TFÍ, leyfi til að nota starfsheitið tæknifræðingur og Önundur Jónasson er nýr formaður TFÍ. Hann er hér ásamt Bergþóri Þormóðssyni sem fékk þakkir og blómvönd fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Aðalfundur KTFÍ var haldinn fyrir aðalfund TFÍ. Skýrsla KTFÍ og sjóða í vörslu þess er birt í ársskýrslu TFÍ. Á fundinum kom fram að staða sjóðanna er sterk og hefur úthlutunum fjölgað ár frá ári. Má til dæmis nefna að Sjúkrasjóður KTFÍ veitti 303 styrki á starfsárinu, samtals rúma 21 milljón króna en árið á undan var úthlutað 158 styrkjum, samtals um tíu milljónum króna. KTFÍ er deild innan TFÍ en hefur fullt sjálfstæði til að vinna að bættum kjörum félagsmanna á hvern þann hátt sem landslög leyfa. Í því skyni fer KTFÍ með samningsrétt fyrir hönd félagsmanna sinna um launakjör. Félagið hefur sjálfstæðan fjárhag. endurinnkomu í félagið. Mikil fjölgun varð á umsóknum ungfélaga í TFÍ. Alls voru 53 tæknifræðingar samþykktir sem fullgildir félagar í TFÍ. Í skýrslu Menntunarnefndar sem rituð er af formanni nefndarinnar Jóhannesi Benediktssyni segir m.a. „ Auk afgreiðslu umsókna er á fundum nefndarinnar ávallt fjallað um menntunarmál tæknifræðinga. Inntökuskilyrði, námslengd, samsetningu námsins og atvinnuskilyrði tæknifræðinga að námi loknu. Aukin fjölbreytni í námi samhliða fjölgun námsbrauta í HR, hefur leitt af sér aukningu á fjölda nemenda í tæknifræðinámi. Við slíka breytingu er þó mikilvægt að þess verði ávallt gætt að huga að undirstöðugreinum tæknifræðinnar þannig að ekki verði dregið úr námskröfum heldur verði gerðar auknar kröfur í þessum greinum.” Ný stjórn TFÍ Að þessu sinni var sjálfkjörið í stjórn félagsins. Önundur Jónasson var kosinn formaður. Auk hans voru kosnir Helgi Páll Einarsson, Guðjón Hreiðar Árnason og Þorleifur Magnús Magnússon, vara- maður. Auk þeirra eru í stjórn TFÍ Anna Elín Jóhannsdóttir og Benedikt Halldór Halldórsson, auk fulltrúa frá KTFÍ og STFÍ. 

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.