Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 7

Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 7
VERKTÆKNI / 7 Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands 2012 var haldinn 22. mars síðastliðinn. Lagabreytingar voru samþykktar sam- hljóða. Í þeim felst að Kjararáð heitir nú Kjaradeild og skerpt er á hlutverkum Kjaradeildar annars vegar og Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi hins vegar.  Hér verður stiklað á stóru í árs- skýslu félagsins fyrir starfsárið 2011-2012. Ársskýrslan með ársreikningum er birt í heild á vefsíðu félagsins: www.vfi.is. Ársreikningur Rekstrarhagnaður ársins var um 574 þúsund krónur en rekstrartekjur námu 35,7 milljónum króna. Heildareignir í lok ársins samkvæmt efnahagsreikningi námu tæpum 64,6 milljónum króna en heildarskuldir voru á sama tíma tæpar 41,7 milljónir króna. Eigið fé félagssjóðs var því jákvætt um rúmar 22,9 milljónir króna. Veltufjármunir í árslok voru rúmum 22,9 milljónum hærri en skammtímaskuldir. Fundurinn samþykkti tillögu stjórnar um að félagsgjald fyrir árið 2012 verði 31.200 krónur. Menntamálanefnd Af 115 umsóknum um inngöngu í félagið voru 106 umsóknir samþykktar, 5 var hafnað og umfjöllun um 4 ekki lokið. Allar 23 umsóknirnar um ungfélagaðild voru samþykktar. Af 141 umsókn um starfs- heitið voru 123 umsóknir samþykktar, 12 var hafnað og umfjöllun um 6 er ekki lokið. Ávarp formanns Í ávarpi sínu sagði Kristinn Andersen for- maður VFÍ meðal annars: „Undanfarið starfsár var það fyrsta eftir sameiningu við Stéttarfélag verkfræðinga. Stofnfundur sameinaðs félags fór fram 31. maí sl., en áður höfðu farið fram kosningar meðal félagsmanna beggja félaganna, þar sem sameining var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða í báðum félögum. Sé litið yfir sögu Verkfræðingafélags Íslands þá starfaði VFÍ lengst framan af fyrir hönd allra verkfræðinga, launþega sem annarra. Árið 1952 var stofnuð launanefnd félagsins, en hún var undanfari stofnunar Stéttarfélags verkfæðinga sem varð árið 1954. Eftir það störfuðu félögin hvort á sínu sviði, SV sinnti kjaramálum fyrir þá verkfræðinga sem þar voru félagar en VFÍ sinnti faglegum málum verkfræðinnar, menntamálum og ýmsum sameiginlegum málum fyrir hönd verkfræðinga. Félögin höfðu með sér gott samstarf, s.s. í útgáfumálum og skrif- stofuhaldi, og stór hópur verkfræðinga var í báðum félögum. Meðal markmiða með sameiningu félag- anna, fyrir rúmu ári, var að styrkja ímynd og skerpa á sameiginlegum málum verk- fræðinga í einu félagi og auka hagkvæmni í rekstri. Starfsemi félagsins hefur gengið vel í kjölfar sameiningar, í dag eru skráðir félagar yfir 2200. Í VFÍ eru núna yfir 70% allra verkfræðinga á vinnumarkaði og þeim fer ört fjölgandi. Mikilvægt er að Verkfræðingafélag Íslands taki mið af þeirri öru þróun sem er innan verkfræðinnar, en verkfræðingar takast á við æ fjölbreytilegri viðfangsefni í störfum sínum. Nýjar verkfræðigreinar hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum, á sviði heilbrigðistækni, fjármála, hugbúnað- arþróunar og kerfislíffræði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Mikilvægt er að verk- fræðingar í þessum greinum, eins og þeim hefðbundnari sem fyrir eru, finni að félagið okkar komi til móts við væntingar þeirra á sviði faglegrar umræðu, í kjaramálum þar sem það á við og í almennu félagsstarfi.“ Nýjar stjórnir Að þessu sinni var sjálfkjörið í stjórn VFÍ. Nýir í stjórn eru Bjarni G. P. Hjarðar og Páll Gíslason. Auk þeirra sitja í stjórn: Kristinn Andersen, formaður, Egill Þórðar- son, Guðrún Sævarsdóttir og Arnór B. Kristinsson. Í stjórn Kjaradeildar sitja: Kári Steinar Karlsson, formaður, Auður Ólafsdóttir, varaformaður, Kristján Sturlaugsson, Halldór Árnason, Sólveig K. Sigurðardóttir, Arnar H. Halldórsson og Kristinn Steingrímsson. Í stjórn Deildar stjórnenda og sjálf­ stætt starfandi sitja: Sveinn Ingi Ólafsson, formaður, Jenný Rut Hrafnsdóttir, Steinar Friðgeirsson og Davíð Á. Gunnarsson vara- meðstjórnandi. Aðalfundur VFÍ Kristinn Andersen, formaður VFÍ.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.