Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 8

Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 8
8 / VERKTÆKNI Aldarviðurkenning VFÍ Á glæsilegri afmælishátíð í Hörpu afhenti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjartur Hannesson, velferðar- ráðherrra Aldarviðurkenningu Verk­ fræðingafélags Íslands. Verk fræði- nemar aðstoðuðu við afhendinguna. Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður viður- kenningarnefndar kynnti niðurstöður nefndarinnar. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum. Þeir einstaklingar sem voru heiðraðir fengu skjal með nafni sínu og forsendum viðurkenningarinnar. Fyrirtækin sem þeir tengjast fengu til vörslu glerlista- verk eftir listakonuna Sigrúnu Einarsdóttur í Bergvík. Marel hf. Rögnvaldur Ólafsson, eðlisfræðingur. Heiðraður fyrir að leggja hugmyndalegan og tæknilegan grunn að rafeindavoginni sem varð upphafið að fyrirtækinu Marel hf. og vísa veginn um nýtingu rafeindatækni í þágu tækniframfara í fiskvinnslu. Hörður Arnarson, rafmagnsverkfræð­ ingur. Heiðraður fyrir að leggja þekkingar- legan grunn að myndgreiningartækninni sem varð ein meginstoðin í vöruþróun Marel hf. og vexti þess inn á flest megin- svið matvælavinnslu. Jón Þór Ólafsson, rafmagnsverk­ fræðingur. Heiðraður fyrir færni sína í að útfæra og samhæfa þróun grunntæknibún- aðar og móta þau tæknikerfi sem Marel hf. byggir á frá upphafi og til dagsins í dag. Össur hf. Hilmar Bragi Janusson, efnafræðingur. Heiðraður fyrir þátt sinn í tæknilegri lausn á hinu gamalþekkta vandamáli að tengja gervifót við aflimaðan stúf sársaukalaust fyrir viðtakanda og um leið leggja grunn að vexti Össurar hf. og leiða fyrirtækið inn á braut gervilimasmíði byggða á hátækni sem bætt hefur hreyfigetu og lífsgæði þúsunda um allan heim. Actavis Group Reynir Eyjólfsson, lyfjafræðingur. Heiðraður fyrir að þróa lyfjafræðilegar lausnir sem gerðu Delta hf., síðar Actavis Group kleift að hasla sér völl með sam- heitalyf á alþjóðlegum markaði. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, lyfjafræð­ ingur. Heiðruð fyrir að nýta lyfjafræðilega þekkingu sína til að greina markaðs- tækifæri og samræma þróunarvinnu og markaðssókn fyrirtækisins Delta hf., síðar Actavis Group. CCP hf. Reynir Harðarson, hönnuður. Heiðraður sem upphafsmaður, hugmyndasmiður og frumhönnuður tölvuleiksins EVE ONLINE og þess fjölþætta samspils ólíkra þekkingarsviða sem gerð og þróun leiksins byggist á og stofnandi fyrirtækisins CCP sem starfrækir leikinn á netinu. Íslensk erfðagreining hf. Kári Stefánsson, læknir og mannerfða­ fræðingur. Heiðraður fyrir einstakan vísindalegan árangur og frumkvæði um að koma á fót á Íslandi einu öflugasta fyrirtæki heims í mannerfðafræði og leysa úr læðingi metnaðarfullar heilbrigðisvísindarann- sóknir hér á landi. VAKI-fiskeldiskerfi hf. Hermann Kristjánsson, rafmagnsverk­ fræðingur. Heiðraður fyrir að hafa á námsárum þróað snjalla tækninýjung til talningar og flokkunar á laxaseiðum, stofnað og farsællega stýrt fyrirtækinu Vaki- fiskeldiskerfi hf. til að hrinda hugmyndum sínum í fram kvæmd og síðar þróað kerfi til heildstæðs eftirlits með vexti fisksins í stórum eldiskvíum. Marorka hf. Jón Ágúst Þorsteinsson, verkfræðingur. Heiðraður fyrir þróun á orkusparandi tækni fyrir skip, farsæla forystu um stofnun og vöxt sprotafyrirtækisins Marorku hf. og baráttu fyrir bættu umhverfi til nýsköpunar á Íslandi. ORF Líftækni hf. Björn Lárus Örvar, Einar Mäntylä og Júlíus Birgir Kristinsson líffræðingar. Heiðraðir fyrir frumlega og árangursríka beitingu erfðavísinda til að breyta bygg- plöntum í lifandi verksmiðjur, fyrir sérvirk Viðurkenning fyrir framlag sitt til fyrirtækja sem eru alþjóðlega í fremstu röð. Viðurkenning fyrir framlag sitt til sprotafyrirtækja sem náð hafa fótfestu á markaði. Alþjóðlega í fremstu röð Brautryðjandi, þekkingarfyrirtæki sem byggt er á innlendri vísinda­ og tækniþekkingu og er alþjóðlega meðal fremstu á sínu sviði. Frumkvöðlar á vaxtarbraut Þekkingarfyrirtæki sem er í vexti, hefur náð festu á markaði og hefur alþjóðlega sérstöðu.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.