Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 9

Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 9
VERKTÆKNI / 9 Þeir einstaklingar sem voru heiðraðir fengu viðurkenningarskjal. Fyrirtækin sem þeir tengjast fengu til vörslu glerlistaverk eftir Sigrúnu Einarsdóttur í Bergvík. – Slíka gripi hlutu einnig þeir fimm einstaklingar sem voru heiðraðir fyrir sérstakt frumkvæði og áhrif. Viðurkenning fyrir að hafa sýnt sérstakt frumkvæði og haft veruleg áhrif. Forsetinn flutti ávarp og þakkaði verkfræðingum mikilvægt framlag þeirra. Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður viðurkenningar- nefndar. prótein og fyrir að stofna með félögum sínum líftæknifyrirtækið Orf Líftækni hf. um viðskiptahugmyndirnar. Stjörnu-Oddi hf. Sigmar Guðbjörnsson, rafmagnsverkfræð ingur. Heiðraður fyrir þróun á sérlega frumlegum smátækjum til að safna mæligögnum um breytileg umhverfisskilyrði á farleiðum fiska og fugla, þannig kortleggja gönguleiðir og atferli, stofna fyrirtækið Stjörnu-Odda ehf. um viðskiptahugmyndir og leiða það farsællega. Stiki ehf. Svana Helena Björnsdóttir rafmagns­ verkfræðingur. Heiðruð fyrir að hafa fyrst verkfræðimenntaðra kvenna stofnað og stjórnað farsællega fyrirtæki sem hefur verið leiðandi í þróun upplýsingatækni- öryggis, haslað sér völl á erlendum mörk- uðum, staðið í fararbroddi í félagsmálum atvinnulífsins, skapað sterka fyrirmynd og rutt brautina fyrir aukna þátttöku kvenna í verkfræði og raunvísindum. Ríkharður Kristjánsson, byggingarverk­ fræðingur. Heiðraður fyrir forystu um samræmt átak til að losna við alkalívirkni og aðrar skemmdir úr íslenskri steinsteypu og sameina tæknilega og fagurfræðilega snjallar lausnir við hönnun brúa, menn- ingarbygginga og sýninga til landkynninga erlendis. Sigurjón Arason, efnaverkfræðingur. Heiðraður fyrir frumkvæði og einstaka þrautseigju við innleiðingu fjölda nýjunga sem skipt hafa sköpum fyrir gæði og arð- bæra nýtingu hráefnis úr sjávarafla og fyrir miðlun þekkingar innanlands og erlendis. Albert L. Albertsson, vélaverkfræð­ ingur. Heiðraður fyrir tæknilega forystu um þróun heildstæðrar aðferðar við virkjun orku úr söltum háhitasvæðum og fyrir ósérhlífni við að leita leiða og aðstoða aðra við að nýta grunnvatnið, jarðhitavökvann og varmaorkuna á fjölbreyttan hátt til iðnaðarframleiðslu, ræktunar, heilsulinda, rannsókna og þróunar á jarðvarmatækni, kennslu og þjálfunar og upplifunar fyrir ferðamenn. Ingvar Birgir Friðleifsson, jarðfræð­ ingur. Heiðraður fyrir kynningu um allan heim á jarðhita sem gjöfulli og hagkvæmri orkulind, forystu um stofnun og skipulag á starfsemi Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og þjálfun um 500 sér- fræðinga frá 50 þróunarlöndum í virkjun og nýtingu jarðhita. Sigmundur Guðbjarnason, lífefnafræð­ ingur. Heiðraður fyrir forystu um upp- byggingu náms í raunvísindum við Háskóla Íslands, eflingu rannsókna við skólann og forystuhlutverk við mótun stuðnings- kerfis fyrir vísinda- og tæknrannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Þeir sem plægðu akurinn Einstaklingar sem hafa sýnt sérstakt frumkvæði og haft veruleg áhrif.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.