Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 10

Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 10
10 / VERKTÆKNI Kveðja til VFÍ á 100 ára afmæli Hundrað ár eru skammur tími í eilífðinni, en langur tími á mannlegan mælikvarða. Sérstaða Íslands og einangrun varð til þess að verkfræði barst seint til okkar. Til dæmis er þýska verkfræðingafélagið stofnað 1856 eða um hálfri öld fyrr en það Íslenska. Stundum er þannig til orða tekið að „öll“ framþróun og tæknivæðing hafi orðið á Íslandi frá lokum síðari heimsstyrjaldarinn- ar sem ber og nokkuð saman við lýðveldis- stofnun. Og það er mikill sannleikur í því. VFÍ byggði sitt myndarlega hús við Engjateig 9 og flutti í það 1987/88. Strax á hönnunar- og byggingartímanum fórum við nokkrir af eldri kynslóð verkfræðinga, að reka fyrir því áróður að í húsinu yrði notaleg aðstaða fyrir smærri fundi, með leðurklæddum sófasettum, þar sem mönn- um liði það vel að enginn flýtti sér af fundi nema að hann væri því leiðinlegri. Þessi ósk okkar rættist með vel innrétt- aðri fundaaðstöðu á efstu hæð. Við vorum níu, félagarnir, flestir gamlir verkefnastjórar, sem hittumst 28. janúar 1994 og settumst í fyrsta sinn í leðursófasettin. Síðan höfum við hist þar einu sinni í mánuði, flesta mánuði ársins, snætt saman hádegis- verð og rætt um dægurmál og þó oftast um verkfræðileg efni. Vorum við kallaðir ýmsum nöfnum til að byrja með, en frá aldamótum hefur nafnið „Vitringarnir“ fests við hópinn. Ekki hefur farið hjá því að góð kynni hafa tekist við stjórnir og starfs- lið VFÍ á þessum tíma og erum við þakklátir því og kunnum vel að meta. Sterkt félag nærir hvern einstakan félaga sinn. Þannig hefur VFÍ nært okkur og félagið hefur gefið okkur meira en við getum nokkurn tíma endurgoldið. Tær fjallalækur er fallegur og getur vökvað landið, sem hann rennur um á leið sinni til sjávar. En hann vökvar aðeins lækjarbakkana til beggja handa. Áveitukerfi nýtir betur vatnið, sem um það rennur og vökvar akurlendi á margfalt stærra svæði en lækurinn með sama vatns- magni. VFÍ er eins og áveitukerfi. Félagið vökvar og nærir þjóðfélagið, sem það starfar í – ekki aðeins félagsmenn sína. – Sameinaðir og samtaka beina verkfræðingar landsins þekkingu sinni og hæfni til góðra verka. „Vitringarnir“ óska Verkfræðinga­ félagi Íslands til hamingju með 100 ára afmælið! Árni Björn Jónasson Daníel Gestsson Gunnar Torfason Jónas Frímannsson Magnús Bjarnason Pétur Stefánsson Stanley Pálsson Svavar Jónatansson Tryggvi Sigurbjarnarson (Baldur Jóhannesson …) Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hellu Víkurhvar 6, 203 Kópavogi simi: 488 - 9000 fax: 488 - 9001 www.samverk.is samverk@samverk.is TOP N+ Betra gler Einangrunargildi allt að U=1.1 W/m2 K með gasfyllingu.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.