Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 11

Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 11
VERKTÆKNI / 11 Afmælishlaup VFÍ Rúmlega 30 verkfræðingar sprettu úr spori í 5 kílómetra afmælishlaupi VFÍ á sjálfan afmælisdaginn 19. apríl. Hlaupið var haldið í samstarfi við Víða- vangshlaup ÍR. Björn Margeirsson vann í karlaflokki en Gígja Gunnlaugs dóttir var spretthörðust í hópi kvenna. Þess má geta að 50 ára aldursmunur var á elsta og yngsta þátttakanda í afmælis hlaupi VFÍ sem heppnaðist einstaklega vel í fallegu sumarveðri. Kári Steinn Karlsson, sigraði Víðavangshlaupið. Björn Margeirsson varð í fyrsta sæti, Birgir Sævarsson í öðru og Helgi Júlíusson í þriðja sæti. Hér eru Gígja Gunnlaugsdóttir, sem varð fyrst í kvennaflokki, og María S. Guðjónsdóttir sem varð í öðru sæti. Í þriðja sæti varð Magano Katrína Shiimi Ásmundsson. Kristinn Andersen, formaður VFÍ afhenti verðlaunin í Afmælishlaupinu. Guðmundur G. Þórarinsson, aldursforseti verkfræð - inga í hlaupinu. Björn Margeirsson var með næst besta tímann af öllum þátttakendum í ÍR hlaup- inu, næstur á eftir Kára Steini Karlssyni maraþonhlaupara og ólympíufara, sem reyndar er með BS próf í verkfræði. Þeir sem röðuðu sér í efstu sætin í afmælis- hlaupinu hlupu á mjög góðum tíma og sönnuðu enn og aftur að verkfræðingar eiga glæsilega fulltrúa meðal bestu hlaup- ara landsins. Víðavangshlaup ÍR var þreytt í 97. sinn en árið 1916 var hlaupið fyrst haldið og þá að enskri fyrirmynd. Síðan þá hefur hlaupið verið árviss viðburður og á sinn hátt hluti af hátíðarhöldum Reykjavíkur og mun hlaupið vera sá íþróttaviðburður hér á landi sem á lengsta samfelda sögu.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.