Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 12

Verktækni - 01.03.2012, Blaðsíða 12
12 / VERKTÆKNI Afmælisráðstefna VFÍ Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi Það voru rétt um tvöhundruð manns sem mættu á afmælisráðstefnu Verkfræðinga- félagsins um framtíðarnýtingu orku auð- linda á Íslandi. Í fjölda erinda birtist marg- víslegur fróðleikur um stöðu, horfur og tækifæri í þessu mikilvæga hagsmunamáli þjóðarinnar. Erindin sem flutt voru má nálgast á vef félagsins, vfi.is. Forseti Íslands setti ráðstefnuna og sagði m.a. gríðarlega mikilvægt til framtíðar að efla tækniþekkingu og ekki síður að viðhalda henni stöðugt með nýjum og krefjandi verkefnum ekki síst í nýtingu grænnar orku. Á ráðstefnunni lögðu frummælendur og pallborð áherslu á breiða samstöðu um Rammaáætlun og töldu að slík samstaða gæti náðst. Í lokaorðum sagði ráðstefnustjórinn, Jóhanna Harpa Árnadóttir m.a. „Þekking íslenskra verkfræðinga er í dag útflutnings- vara og segja má að við séum verk fræði- lega sjálfstæð þjóð – nú þegar við fögnum 100 ára afmæli félagsins. Ég vil fyrir hönd Verkfræðingafélags Íslands, og ráðstefnu- nefndar, þakka þeim sem lögðu leið sína hingað í dag og tóku þátt í þessu með okkur, framsögumönnum þakka ég sérstaklega og þeim sem tóku þátt í pall- borðsumræðu einnig. Hlý orð forseta Íslands hljóta að vera okkur verkfræðingum hvatning til áframhaldandi góðra verka.“ Í framhaldi af afmælisráðstefnu Verk fræðingafélags Íslands um fram tíðar nýtingu orkuauðlinda landsins sendi stjórn félagsins frá sér eftirfarandi ályktun: Á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) sem haldin var nýlega í tilefni 100 ára afmælis félagsins var m.a. rifjuð upp farsæl nýting orkuauðlindanna síðastliðna öld til veru- legra hagsbóta fyrir land og þjóð. Þar hafa verkfræðingar og aðrir tæknimenn verið í fararbroddi og gegnt lykilhlutverki, hvort sem um var að ræða uppbyggingu samfélagsins með hita- og rafveitum, orku verum eða stærri iðnfyrirtækjum. VFÍ undirstrikar mikilvægi þess að haldið verði áfram að nýta orku auðlindirnar til góðs fyrir landsmenn en telur að nýtingin eigi að vera sem fjölbreyttust og tekið tillit til þess að um takmarkaða auðlind er að ræða. Hafa verður jafnframt að leiðarljósi að hámarka ber heildarafrakstur orkuauðlindanna fyrir íslenskt samfélag. Málþing um háspennulínur og jarðstrengi Ályktun stjórnar VFÍ um orkunýtingu og rammaáætlun VFÍ lýsir yfir vonbrigðum með þau inngrip sem gerð hafa verið í rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, með því að taka vinnu að áætluninni úr faglegum farvegi. Rammaáætluninni er ætlað að marka framtíðarsýn og ná sátt um hvaða virkjunar kostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða. Að áætluninni hefur verið unnið um árabil, með viða- miklu kynningar- og samráðsferli, í þeim tilgangi að ná al- mennri sátt um nýtingu takmarkaðra orkuauðlinda. Á fyrrgreindri ráðstefnu VF Í var fjallað um leiðir til fjöl- breytilegrar og skyn samlegrar nýtingar orkuauðlinda lands- ins. Þar komu fram áhyggjur af afdrifum þeirrar faglegu stefnu- mótunar og samráðs sem rammaáætlunin byggði á og frestun á tækifærum til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ (RVFÍ) gekkst nýverið fyrir málþingi um há - spennu línur og jarðstrengi. Þátttaka var góð og málþingið þótti takast vel. Glærur fyrirlesara má nálgast á vefjum VFÍ og TFÍ. Nýlega samþykkti Alþingi þingsálykt- unartillögu þar sem iðnaðarráðuneytið, í samstarfi við umhverfisráðuneyti, er falið að skipta nefnd sem móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka beri mið af hverju sinni við ákvarðanir þar um. Á myndinni er Unnur Stella Guðmunds- dóttir strengjasérfræðingur hjá Energinet.dk og rannsóknastjóri á strengvæðingu í Danmörku. Pallborð á afmælisráðstefnu VFÍ.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.