Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Page 7
XIV. árg. Akureyri í janúar 1920. 1.- 2. heít. Nýársvísur 1920. * Arsins sviptigna dís upp í sólarátt rís rík af svellandi æskunnar þrótt. Hún ber hugsjóna-ljós, árdags hátignar rós yfir heldimma byltinga nótt. OIl þau hatursins mein, öll þau hörmungakvein, er nú hrópa’ um ið blóðuga stríð, öll þau brennandi tár, öll þau blæðandi sár heimta bætur að komandi tíð. Sorgin máttug og há göfgar mannsandans þrá, eins og málmdeiglan gullið fær skírt. Og þann himneska mátt til að hefja sig hátt, má nú heimurinn kaupa svo dýrt. Eins og ár mynda öld, þannig orsaka fjöld skapar alheimsins forlaga skeið. Rjettist harðstjórans hönd, byggjast hugsjóna lönd, verður hlýrra á framsóknarleið. Hc * * * ý ❖ * * * Eyðist vonskunnar hjarn, vitkist vanþroska barn, sem nú villist í myrkri og þraut, vakni sofandi sál hljómi sannleikans mál fram til sigurs á jarðlífsins braut. Skíni friðarins sól yfir bygðir og ból inn í bústað hvers einasta manns; skráð sje gullstöfum ljóst inst í grátandans brjóst það: að guðsriki kemur til hans! Kristín SigWsdóttir.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.