Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 11
GARMAN & WORSE. 5 gætir fengið miklu veglegra embætti en þetta, ef þú vildir bara sækja um það.« »Nei, nú ertu að gera gys að mjer, Kristján Friðrík,« hrópaði sendiherraskrifarinn undrandi og glápti á bróður sinn. »Það er eins og jeg segi,« bættl konsúllinn við, »ef þú vilt fá stöðuna, þá verða þeir auð- vitað að veita þjer hana; og ef eitthvað skyldi vera því til fyrirstöðu, þá geri jeg ráð fyrir að orðsending frá mjer til amtmannsins geti kipt því í lag.« Og það þarf ekki að orðlengja það. Rík- arður Garman var gerður að vitaverði á Bratta- nesi, hvort sem það nú voru hæfileikar hans og lærdómur, sem rjeðu því, eða þá orðsend- ingin til amtmannsins. Retta nýja líf hans var fram úr lagi viðburða- snautt, og það hafði góð áhrif á hinn gamla heimsmann, Pau láu skyldustörf, sem á hon- um hvíldu, leysti hann af hendi með frábærri alvöru og nákvæmni. í tómstundum sínum gerði hann lítið annað en reykja vindlinga og horfa út yfir hafið í gegnum stóran sjónauka, sem Kristján Friðrik hafði gefið honum, og stóð á grind við gluggann. Hann var þreyttur, og hann var alveg hissa á því, að hann skyldi hafa unað þessu eirðarlausa lífi erlendis svona lengi. Þó var annað, sem sendiherraskrifarinn var ennþá meira undrandi yfir, og það var hvernig hann fór að láta tekjur sfnar hrökkva fyrir út- gjöldunum. Honum fanst það kraftaverk, að komast af með 2000 kr. um árið, en þetta gerði hann. Hann hafði að vísu svolitlar auka- tekjur; en Kristján Friðrik sagði, að það væri sama sem ekkert. Og hann fjekk aldrei að vita hve miklar þessar aukatekjur væru, eða hvernig á þeim stæði. Að vísu fjekk hann reikning frá Garman & Worse á hverju ári, og reikningurinn var skrifaður með eigin hendi konsúlsins. Ennfremur fjekk hann oft versl- unarbrjef frá bróður sínum. En hvorugt þetta skýrði málið hið minsta fyrir vitaverðinum. Hann skritaði nafn sitt undir öll skjöl, ef hon- um sýndist vera »auður staður« fyrir það. Einstöku sinnum voru honuni sendir víxlar til þess að »skrifa á«; það gerði hann, eftir því sem hann hafði best vit á, en honum var þetta alt jafnhulin ráðgáta eftir sem áður. En það eitt var þó áreiðanlegt, að hann komst af, — stóð sig mjög vel efnalega. Hann hafði tvo aðstoðarmenn við vitann, átti reið- hest, sem hjet Don Juan, og einn vinnuklár, gnægðir víns og altaf eitthvað af peningum fyrirliggjandi, sem hann þurfti ekki á að halda, Ressvegna ráðlagði hann öllum, sem voru að kvarta yfir því, hve dýrt væri að lifa, að flytja upp í sveit. Pað væri alveg óskiljanlegt, hvað hægt væri að komast af með lítið þar. Magðalena var 8 ára þegar hann flutti út á nesið, nú var hún orðin 18 ára. Hún dafnaði líka fremur öllum vonum, og þegar hún var búin að fá fullkomið vald á máliuu — móðir hennar hafði víst verið frönsk — þá aflaði hún sjer brátt vina og kunningja alstaðar í nágrenn- inu. Hún hjelt mest til utanhúss, á bæjunum * kring, en oftast þó í litlu bátahöfninni niður við sjóinn. Margar kenslukonur höfðu spreytt sig á því að kenna henni, en það gekk illa. Faðir hennar gat ekki með nokkru móti þolað kenslukonur, sem voru ófríðar, og þegar hann loksins gat náð í eina, sem var lagleg, þá fór ennþá ver á sinn hátt. Vitavörðurinn kom oft að Sandgerði, annað- hvort á Don Juan, eða þá hann var sóttur í veiðivagni Garmans & Worse. En Magðalena hafði aftur á nióti hálfgerðan ímugust á þessu gamla og kuldalega húsi og á fólkinu, sem henni fanst eitthvað svo fínt og reigingslegt. Hún gat ekki einu sinni hænst að Rakel frænku sinni, sem var þó ekki nema nokkrum árum eldri en hún ; þessvegna vildi hún fremur vera kyr heima, og faðir hennar var heldur aldrei að heitnau nema einn eða tvo daga í einu. Hún undi sjer þeim mun betur hjá fiski- mönnunum eða leiðsögumönnunum, sem áttu heima niður við ströndina eða uppi á bæjun- um. Hún var kát og hræddist hvergi, og fjekk því fljótt að fara á sjó í góðu veðri; lærði hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.