Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 14
NYJAR KVÖLDVÖKUR, 8 honum, að öðru en því, að hún var bein og íturvaxin eins og hann, og hreyfingar allar ljettar og fagrar. Hún var heldur munnstór og hörundsblökk. Öllum kom saman um að hún væri hraust og dugleg stúlka, en fríð gat hún ekki talist. Ungu piltarnir voru flestir sammála um það, að hún væri ófríð. Einn góðan veðurdag um vorið beið Pjetur í bátnum sínum utan við hafnaigarðinn. Heimski Hans var ekki með honum, því bæði Pjetri og Magðalenu fanst það óþarfi, þegar ekkert átti að sigla, og í þetta sinn var ekki annað að gera en beita upp humarlínuna undir nótt- ina. Fiskimennirnir reru hver á fætur öðrum út um hafnarmynnið; þeir þóttust allir verða að hreyta til hans einhverri keskni, um leið og þeir reru framhjá; hann heyrði í sífellu eitt og annað um þessa dæmalausu þolinmæði — blóðið ólgaði í æðum hans, en hann sat kyr, hallaðist fram á árarnar og horfði stöðugt upp til vitans. En þar var enga hreyfingu að sjá. Sólin skein á litla, sterkbygða steinhúsið, svo að blikaði á rúðurnar og á rauðu hvelfinguna yfir vitaljósinu; hann sá að vitadrengurinn var að þurka glerin úti a litlu veggsvölunum. Loksins — eftir langa mæðu, kom hún út á dyraþrepin. Á svipstundu var hún komin út úr garðinum, hljóp yfir afgirta túnið, sem fylgdi vitanum, gegnum lítið hlið á girðingunni, og stökk eins og fætur toguðu niður brekkuna. »Ertu búinn að bíða?« hrópaði hún, þegar hún kom fram á endann á garðinum. »Stöktu ekki!« ætlaði hann að kalla til hennar aftur; en það var um seinan; hún hafði stokkið af bryggjunni beint út í bátinn, án þess að hægja á hlaupunum. Henni skreikaði fótur, svo hún datt niður á borðstokkinn, en pilsin drógust niður í sjóinn. »Bölvaður gangur er þetta!« hrópaði Pjetur; hann var víst búinn að segja henni það hundr- að sinnum, að hún mætti ekki stökkva niður í bátinn; »nú hefirðu meitt þig?« »Nei!» svaraði hún. »Jú — þú meiddir þig víst!« »Bara svolítið,* sagði hún og hvesti á hann augun, sem fyllust tárum; því hún hafði hrufl- að sig talsvert á fætinum. »Lof mjer að sjá það,« sagði Pjetur. »Nei — það fær þú ekki —« svaraði hún, og vafði kjólinn utan að fætinum. Pjetur ýtti nú bátnum að landi. »Hvað ætlarðu að gera?« »Skreppa heim eftir brennivíni, jeg ætla að núa á þjer fótinn.« »Pú færð ekki að gera það!« »Pá fær þú ekki heldur að fara með mjer,« svaraði Pjetur. »Jæja — lofaðu mjer þá að komast upp!« Áður en hann gat lagt bátnum að landi, stökk hún upp á stein og gekk rösklega upp eftir garðinum. Hún beit á jaxlinn til að harka af sjer sársaukann, þegar hún steig í fótinn; en samt gekk hún áfram í skyndi og horfði stöðugt niður fyrir sig. Hún fór fram hjá naustunum, steig yfir árar, tjöruskúfa, kaðla og allskonar skran, sem lá á víð og dreif milli bátanna; bognar krabbaklær lágu lijer og hvar, og þorskhausar, svo úldnir, að flugurnar skriðu út og inn um augnatóft- irnar. Hún var komin alla leið upp að vitanum, áður en hún leit við, þvi hún vildi ekki horfa á eftir honum. Samt sem áður nam hún staðar á brúninni, til þess að kasta mæðinni; hún mátti þó til að sjá hve Iangt hann væri kom- inti. Magðalena vissi að hinir sjómennirnir voru komnir langt á undan, svo báturinn hans hlaut að vera á eftir hinum. En hún gat hvergi komið auga á hann, hvorki úti á sjónum nje í höfninni. Alt í einu sá hún hvar hann var, og hún þekti bátinn glögt; en hann var ekki mikið á eftir — hjerumbil á svig við þá síð- ustu. Pjetur hafði svei því lagst á árarnar. Hún hafði glögt auga, til að dæma um fjar- lægðir, og hún vissi vel hvílíkt afreksverk það var, sem hann hafði gert; hún gleymdi nú bæði því, að hún var reið, og að enginn var nálægt, sneri sjer við eins og mannfjöldi væri við-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.