Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 18
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Pað var Gabríel Garman, sem var píslar- votturinn — yngsti afsprengur æftarinnar. Hann var hár vexti og grannleitur, á að giska fim- tán eða sextán ára gamall, andlitið snoturt en nefið nokkuð stórt. Hann var beinvaxinn og bar sig vel. Gabríel sat neðarlega í bekknum, en það var þó mesta minkunn fyrir hann — að dómi kennaranna — því hann var vel gáfaður. En það var eitthvað svo undarlega öfugt með þann strák; í sumum greinum skaraði hann framúr — t. d. í reikningi og sjerstaklega þó í stærðfræði — en í aðalgreinunum — grísku og latínu — var næstnm því ómögulegt að koma nokkru tauti við hann, en það var nú samt ákveðið, að Gabríel skyldi ganga skóla- veginn. Þegar hálfkæfður hláturinn kvað við um all- an bekkinn, rankaði kennarinn loks við sjer. En þegar hann greip bókina, til þess að halda áfram yfirheyrslunni, þá vildi svo illa til, að hann endurtók ennþá einu sinni: »— avoir — avantl« — Hann tókst á Ioft — »avu!« öskraði hann eins hátt.og hann gat — »Þorsk- urinn þinn, kantu nú ekki ennþá að beygja avoir! — hvað heldurðu að verði úr þjer?« »Kaupmaður —« svaraði Gabríel snúðugt. »Hvað segirðu! — svararðu kennaranum þínum! — ætlarðu að steita þig! — jeg skal nú siða þig! Hvar er dagbókin?« — Hann skálmaði nú upp að kennaraborðinu, stakk hendinni niður í skúffuna og leitaði fyrir sjer. I sama bili opnaðist hurðin fram'á ganginn, og inn um gættina kom einkennilegt, veður- barið höfuð, með sítt hökuskegg, rautt nef og bláa sjómannshúfu. »Herra Gabríel —« sagði höfuðið, og var ekki laust við að drafaði í því. »Herra Gabríel! — ertu hjerna? — ó, siturðu þarna — poor boy — mikið fjandans óloft! Jeg kom bara við til þess að segja þjer, að þú mátt koma niður á skipasmíðastöðina, þegar þú sleppur úr skólanum, — við byrjum á byrðingnum.« Aðkomumaðurinn komst ekki lengra, þvi þegar hann kom auga á kennarann langleggj- aða, sem steig nú niður af kennarapallinum, alveg hamslaus yfir því að skólafriðurinn var þannig rofinn, þá hætti hann að tala og hvarf með höfuðið úr gættinni, en um leið og hurð- in lokaðist heyrðist andvarpað: »Guð minn góður, en sú afturganga!* Það þurfti nú minna en þetta, til þess að koma drengjunum til að skella upp úr, og þegar klukkan hjá dyraverðinum gaf þá um leið til kynna, að kenslustundinni væri lokið, þá stukku allir upp úr sætum sínum, en kenn- arinn hljóp af stað, öskuvondur, til þess að klaga fyrir skólameistara. Gabríel skundaði út úr skólanum, eins fljótt og hann gat komist, til þess að ná í þennan vin sinn, sem hafði rofið skólafriðinn. En hann var allur á bak og burt, — hafði líklega farið niður í kaupslaðinn, til þess að fá sjer hress- ingu. Þetta var yfirskipasmiðurinn, Tom Robson, — svo var hann nefndur eftir að hann kom heim frá Vesturheimi. Hans rjetta nafn var Tómas Robertsson, þegar hann fór að heiman, en það breyttist í Vesturheimi, og hjelst nú eins og það var þar. Tom Robson var besti smiðurinn á öllu Vesturlandi; en hann var svo drykkfeldur, að sá, sem ætlaði að hafa hann í þjónustu sinni, varð að hafa strangar gætur á honum en vera þó um leið umburðarlyndur. Hann hafði oft smíðað fyrir Garman & Worse; en skipið, sem nú var á stokkunum í Sandgerði, átti að vera mesta afrekið hans. Það var stærsta skipið, sem bygt hafði verið þar í kaupstaðnum — 450 lesta skip, og Garman konsúll hafði skip- að svo fyrir, að ekki skyldi neitt til þess spara — það átti að verða fyrirmyndarskip. Nú drakk Tom því ekki nema einstöku sinn- um — þegar byrjað var á einhverju nýju við skipið, eins og t. d. núna, þegar svo langt var komið, að byrja átti á því að Ieggja byrðing- inn utan á böndin. Þegar Gabríel fann ekki vin sinn, og sá ekki heldur neitl til vagnsins frá Sandgerði, sem venjulega beið hans úti fyrir skólanum,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.