Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 23
GARMAN & WORSE. 17 Það var í raun og veru undravert, að frú Garman skyldi verða svona holdug; það hlaut ~ að því er hún sjálf sagði — að vera ein- hver kross, sem á henni hvíldi; því altaf lauk hún máltíðum sínum á undan öllum öðrum, °g hún gat altaf verið að býsnast yfir því, hve aðrir höfðu góða matarlyst. Aðeins einstöku sinnum gat hana langað í matarbita, þegar hún var ein í herbergi sínu, og jungrú Cordsen færði henni þá svolítinn bita af einhverju, sem fyrir hendi var. Þegar konsúllinn kom inn, sat frúiq í legu- bekknum og var að spjalla við sendiherraskrif- ann. »Komdu nú sæll! — góðan daginn, Kristján Friðrik!* hrópaði sendiherraskrifarinn glaðlega, og gekk nokkur skref áfram: »Hjerna er jeg þá kominn aftur!» Veitu velkominn Ríkarður! Mjer þykir vænt um að sjá þig,« svaraði konsúlhnn, og hjelt höndunum fyrir aftan bak. Hinn varð alveg ráðalaus; svona var það altaf, þegar hann hitti bróður sinn. Stundum gat Kristján Friðrik verið kátur og opinskár, eins og hann var á unglingsárunum, en stund- um var hann ekkert nema kaupmaðurinn — Faldur, þurlegur og ónotalega reigingslegur. »Koma nokkrir gestir til miðdegisverðar í ðag, Karólína?* spurði Garman konsúll. »Sjera Martens ætlar að vera svo vænn að koma með nýja skólastjórann, til þess að koma honum í kynni við okkur,« svaraði frúin. »Hann er sjálfsagt guðfræðingur líka,« sagði konsúllinn þurlega, »þá skulum við senda Sör- en með stóra vagninn, til að sækja Martein og Fanneyju, og biðja þau að taka með sjer eitt- hvað af ungu fólki — t. d- Jakob Worse.« »Því þá það?« spurði frúin, og var eins og hálfgerður bardagahreimur í röddinni. »Af því að okkur Ríkarð langar hvorugan til þess að borða með eintómum prestum,* svaraði konsúllinn með málróm, sem alveg svifti frúna allri bardagalöngun; »vilt þú svo gera svo vel og fara að tala um matinn við jungfrú Cordsen.* »0 — ó — þessi matur — eilífi matur!« andvarpaði frú Garman, um leið og hún fór, »jeg skil ekkert í því, hvernig menn geta aitaf verið að hugsa um þetta, að eta.« Sendiherraskrifarinn fylgdi mágkonu sinni til dyranna; en þegar hann sneri sjer við aftur, eftir að vera búinn að hneigja sig og beygja mjög virðulega, sá hann Kristján Friðrik standa gleiðan á gólfinu, með aðra hendina á mjöðm- inni. En í hinni hendinni hjelt hann á stóra lyklinum og bar hann upp að auganu, eins og glerauga, og hann horfði á bróður sinn með svo skringilegum svip. »Pekkirðu þeunan?« spurði konsúllinn, »Ójá!« hrópaði sendiherraskrifarinn alveg himinlifandi, og nú þekti hann líka Kristján Friðrik; svona var hann vanur að vera þegar þeir voru að heimsækja vínkjallarann. Gömlu rrennirnir leiddust svo í gegnum öll herbergin, að eldhússtiganum, ti! þess að komast í kjall- arann. Við eldhúsdyrnar námu þeir staðar, og kon- súllinn hrópaði: »Ljóskerin.« Inni í eldhúsinu heyrðist strax hlaupið fram og aftur, og að vörmu spori kom jungfrú Cordsen með tvö ævagömul skriðljós. Þeir tóku sitt Ijóskerið hvor — og þeim fataðist aldrei að þekkja þau í sundur — því- næst gengu þeir niður brattan, biksvartan kjall- arastigann. Fyrst komu þeir í stóran og fremur bjartan kjallara, þar sem geymd vo® algeng borðvín — st. Julíana, Rínarvín, þrúguvín og franskt brennivín. Yfir þessum htuta kjallarans rjeð jungfrú Cordsen algerlega, og hún sá um, að ávalt væru frambornar þær víntegundir, sem við áttu, eftir því hve margir voru boðnir, og hve mikið skyldi við hafa — í því tylgdi hún föstum reglum frá dögum garnla konsúlsins, og mátti í engu útaf bregða. En úti í einu horninu, þar sem dimmast var, var gamalt skráargat, sem enginn gat fundið nema kon- súllinn; en hann gat líka fundið það, þó dimt væri. En það var nú samt sjálfsögð venja, að báðir lyftu upp Ijóskerum sínum, til þess að 3

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.