Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 26
20 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ganginn. Rað var líka afareinkennileg sjón, að sjá þá — einkum Kristján Friðrik, sem annars var vanur að vera svo vandur að útliti sínu — þegar þeir komu upp stigann, rauðir upp undir hársraetur og eldfjörugir, en á skyrt- unni og ailir rykugir, með sína flöskuna hvor og ljósker í hendi. En að einni stundu liðinni komu þeir báðir að miðdegisverðarborðinu — sendiherraskrifar- inn nýgreiddur og uppdubbaður — með alúð- legt stjórnvitringsbros á vörum, — konsúllinn hnarreistur, hátíðlegur í bragði og á honum sást hvorki blettur nje hrukka. Meira. „Mágkonan mín, sem dó.“ Eftir Frank R. Stockton. Núi eru liðin fimm ár síðan atburð bar að höndum, er hafjði svo mikilvægar afleiðingar fyrir líf mitt, að mjer finst vel hlýða að færa frásöguna utn hann í letur, því ekki er óhugs- andi, að aðrir menn geti eitthvað af því lært, sjer til gagns, ef eitthvað svipað skyldi koma fyrir þá á lífsleiðinni. Pegar á unga aldri hafði jeg valið mjer það lífsstarf, að gerast rithöfundur. Pegar jeg var búinn að afla mjer þess undirbúnings, sem eigi varð hjá komist, og hafði unnið af kappi í allmörg ár, án þess að fá nokkuð að ráði í aðra hönd, þá tókst mjer að lokum að afla mjer álits fyrir ritstörf mín. Ritstjórar tímarit- anna, sem jeg hafði skrifað í, fóru að sækjast eftir ritsmíðum mínum, hvort sem þær voru alvarlegar, eða ritaðar til gamans, hvort sem þær fjölluðu um verkleg efni eða voru í skáld- legum búningi, og jeg gat með fullri vissu reitt mig á ritlaunin. Ritgerðir mínar vöktu ekki neiun eldmóð hjá lesendunum, þær áunnu mjer ekki neinn verulegan orðstír, og það var ekkert slórfje, sem mjer var borgað fyrir þær; cn þeirn var ávalt vel tekið, og um það bil, sem saga þessi gerðist, voru tekjur mínar fyrir ritstörf svo reglubundnar og óbrigðular, sem fösl laun væru, og þær voru alveg nógu mikl- ar til þess, að jeg gat látið mjer Iíða vel í alla staði. Pað var um þessar mundir, sem jeg kvænt- ist. Festar höfðu þá staðið á annað ár, en jeg hafði ekki viljað takast á hendur að ala önn fyrir heimili, fyr en efnahagur minn væri kominn í svo gott horf, að jeg gæti gert það ókvfðinn og með góðri samvisku. Pegar hjer var komið, fanst hvorki mjer eða henni, að nokkuð gæti verið að óttast í því efni. Starf mitt var svo reglubundið, sem verið gat. Jeg vissi upp á hár hvert best væri að senda það, sem jeg skrifaði í það og það skiftið, og jeg gat reiknað það út fyrirfram, hve mikil ritlaun mjer mundu verða greidd fyrir hverja ritgerð. Við gátum enganveginn talist rík, en við áttum nóg fyrir okkur að leggja, og við vor- um ánægð í alla staði, og undum hag okkar hið besta. Peir af. lesendum mínum, sem hafa gifst, eiga að sjálfsögðu hægt með að rifja upp fyrir sjer þá óumræðilegu gleði, sem ríkir í hugum manna fyrstu vikur hjónabandsins.. Pá er eins og augað mæti hvarvetna angandi blómadýrð. Sólskinið er aldrei jafn bjarl, og ský eru þá

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.