Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 27
MÁGKONAN MÍN, SEM DÓ.* 21 varla sjáanleg. Ávextir jarðarinnar verða þá miklu Ijúffengari en ella, og blærinn blíðari. Ylgeislar hjúskaparsælunnar gera andlega and- rúmsloftið svo ljett, að sálin lyftist upp á æðri svið, og getur þaðan notið meira útsýnls en nokkru sinni áður. Svona var mín reynsla. Venjulegast höfðu hugsqnirnar liðið hægt og rólega um sál mína, cins og dýjalind á flötu engi, cn nú veltust þær yfir mig eins og fjallalækur í vorleysingu, og meðan hrifningin stóð sem hæst, settist jeg niður og skrifaði sögu. Söguefnið, sem mjer datl þá í hug, var alveg sjerstakt og óvanalegt, og það hreif mig svo mjög, að jeg tók til starfa fullur af fögnuði og eldmóði og lauk við söguna á óvenju stuttum tíma. Sagan hjet: »Mágkonan mín, sem dó«; og þegar jeg las hana fyrir Hypatíu, þá varð hún mjög hrifin af henni, og sumstaðar var svo mikil viðkvæmni í sögunni, að Hvpatía rjeð ekkert við geðs- hræringu sína, en jeg viknaði svo, við að sjá hver áhrif sagan hafði á hana, að jeg sá varla orðaskil á blaðinu. Pegar jeg hafði lokið lestr- inum, og konan mín var búin að þurka sjer um augun, þá sneri hún sjer að mjer og sagði: *Pessi saga gerir þig frægan. Ekkert hefir verið skrifað jafn hjartnæmt, síðan Lamartine skrifaði »söguna um litlu vinnukonuna«. Daginn eftir sendi jeg söguna, eins fljótt og unt var, til ritstjóra þess tímarits, sem jeg skrií- aði oftast í, og sem flutti að jafnaði bestu rit- stniðar mínar. Nokkrum dögum síðar fjekk jeg brjef frá ritstjóranum, og hrósaði hann sögu uiinni miklu meira en nokkru öðru, sem jeg hafði sent honum áður. Hún hafði heillað og hrifið, sagði hann, ekki einungis hann sjálfan, heldur einnig alla fjelaga hans á skrifstofunni. Jafnvel gamli Gíbson. sem aldrei kærði sig um að lesa neina bók, fyr en hún var búin að vinna sjer almannaróm, og sem aldrei hældi neinu, nema kýmnisögum, — jafnvel hann ljet tilleiðast að lesa handritið, fyrir fortölur hinna, °g hann sagði, að lestUr þess hefði komið út * sjer tárunum, og hefði hann þó ekki grátið síðan hann varð fyrir síðustu hirtingunni af hendi föður síns, fyrir rúmlega fjörutíu árum. Sagan mundi koma, sagði ritstjórinn, svo fljótt sem mögulegt væri að koma henni í ritið. Ef nokkur hlutur getur gert himininn ennþá heiðari og blómin bjartari, þá er það svona brjef. Og þegar sagan kom fyrir almennings- sjónir, skömmu síðar, þá urðum við þess vör, að lesendurnir urðu, margir hverjir, álíka hrifnir og útgefandinn hafði orðið. Vinir mínir og kunningjar fóru brátt að láta hrifningu sína í Ijósi við mig, og blöðin hældu sögunni hvert í kapp við annað. í fám orðum sagt, sagan þótti hreinasta perla. Mjer hættir ekkert til að grobba af ritum mínum, og konan mín segir, að jeg láti mjer helst til fátt um þau finnast; en jeg var talsvert upp með mjer og ánægður yfir því, hve þessari sögu var vel tekið. Pví þó hún gerði mig nú ekki beint frægan, eins og kona mín hafði fullyrt, þá var jeg þess fullviss, að hún mundi verða mjer góður stuðningur á rithöfundsbrautinni. En það var tæplega liðinn mánuður, frá því að jeg skrifaði söguna, þegar óvæntan atburð og óvenjulegan bar að höndum. Ritstjóri tímaritsins, sem »Mágkonan mfn, sem dó«, hafði verið birt i, endursendi mjer handrit. í brjefi, sem hann skrifaði mjer með handritinu, komst hann þannig að orði: »Sagan er góð, en stendur þó langt að baki þeirri, sem jeg fjekk frá yður sfðast. Þjer hafið náð tökum á fólkinu; og það væri ekki rjett að skerða þann orðstír, sem þjer eruð búinn að afla yður, með því að gefa út eftir yður sögu, sem stendur að baki hinni, er hvarvetna hefir áunnið yður maklegt lof.« Jeg var svo óvanur því, að ritsmíðum mín- um væri fleygt í mig aftur, að jeg held, að jeg hafi fölnað upp, þegar jeg las brjefið. Jeg mintist ekki einu orði á þetta við konu mína, því það hefði veriö heimskulegt, að láta ann- að eins lítilræöi og þetta varpa skugga á heim- ilisánægju okkar. Handritið sendi jeg um liæl til annars ritstjóra. En jeg á engin orð til að lýsa undrun minni, þegar mjer var sent hand- ritið aftur með næstu póstferð. Orðsendingin,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.