Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 50
N. K.v. Bókmenntir. Rit Jónasar Jónassonar frá Hrafna- gili. Nú er hafin heildarútgáfa á ritum séra Jónasar frá Hrafnagili. Fvrsta bindið, er ný- komið út og kallast Sakamálasögur. Eru í því sögurnar: Randíður á Hvassafelli, Magnúsar þáttur og Guðrúnar og Kálfa- gerðisbræður. Allt eru þetta sögur um menn, sem uppi hafa verið, og um atburði, sem hafa gerzt. Eru þær glöggar og skýrar myndir úr þjóðlífi íslendinga á liðnurn öld- um, eins og raunar allar aðrar sögur séra Jónasar. Séra Jónas var raunsæisskáld, og liann var einn hinn fjólfróðasti maður um íslenzk fræði og þjóðhætti, sem þjóðin hefur nokkru sinni átt. Hans mesta rit eru íslenzk- ir þjóðhættir, sem munu verða sígild bók og meira og meira metin eftir því, sem tím- inn líður og þjóðlíf vort breytist meira og meira frá því sem áður var. En öll skáldrit séra Jónasar eru einnig fræðandi rit um þjóðlíf og þjóðháttu. Þau eru engar tízku- bókmenntir, en þau verða sígild. Sonarsynir séra Jónasar, Jónas og Halldór, gefa ritin út. Frágangur allur, prentun og pappír, er í bezta lagi. Arthur Conan Doyle. Síðasta galeiðan og fleiri sögur. Jónas Rafnar þýddi. — Útgefendur: Jónas og Halldór Rafnar. Akureyri 1947. Þetta eru smásögUr úr sögusafni hins o o fræga enska skálds A. C. Doyle, sem höfund- urinn kallaði: „Sögur frá liðnum öldum. — Sögur þessar bregða upp átakanlega glögg- um myndum frá gömlum tímum. Þær eru ein allra skemmtifegasta smásagnabók, sem þýdd hefur verið á íslenzku; þýðingin er prýðileg eins og vænta mátti af J. R. og út- gáfa bókarinnar er hin smekklegasta. Þessi bók á það skilið að vera keypt, lesin og geymd. Þ. M. J. Olgeirs rímur danska eftir Guðmund Bergþórsson I.—II. Útgef. Landsbóka- safn Islands og ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík 1947. Rímur hafa ekki átt upp á pallborðið meðal íslendinga hin síðari árin. Allt frá því er Jónas Hallgrímsson reit hinn eftir- minnilega dóm um Tistransrímur Sigurðar Breiðfjörðs má heita, að þessi bókmennta- grein hafi verið dæmd tii lítilsvirðingar og dauða meðal menntamanna þjóðarinnar. Einstaka menn hafa þó stöðugt haldið vörnum uppi fyrir rímurnar, og nokkur af helztu skáldum þjóðarinnar hafa í orði og verki reynt að endurvekja hina gömlu rímnaíþrótt; má þar nefna þá Þorstein Er- lingsson, Einar Benediktsson og Örn Arnar- son. Þá liafa og nokkrir fræðimenn gert rím- ur að viðfangsefni rannsókna sinna um ís- ienzkt mál og bókmenntir, og eru þar fremstir í flokki þeir dr. Björn K. Þórólfs- son og Finnur Sigmundsson landsbókavörð- ur. En allt um þetta hefur sá hópurinn verið langtum 'stærri, sem naumast hefur virt rím- urnar viðlits. Engum, sem nokkuð hefur kynnt sér ís- lenzkar bókmenntir og þjóðlega menningu, fær þó dulizt, að rímurnar skipa merkileg- an sess í sögu íslenzkra bókmennta. Eigi verður því þó neitað, að um margt eru þær gallaðar. Skáldskapur í þeim er oft fruðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.