Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 51
N. Kv. BÓKMENNTIR 185 lítill, enda oftast mest um það hugsað að rekja söguþráðinn, sem ort var út af, sem nákvæmast. Oft var líka gripið til rangra orðmynda og margt rímnaskáldið varð að berja í bresti hagmælsku sinnar með hor- tittum, til þess að fullnægja kröfum ríms- ins, og marga skorti tilfinnanlega smekkvísi bæði í vali og meðferð efnis. Að þessu leyti stendur dómur Jónasar Hallgrímssonar óhaggaður. En hvað var þá gildi rímnanna fyrir ís- lenzka þjóðmenningu? Segja má, að með rímnaskáldskapnum hafi haldist örlítið samlrengi við hinn forna skáldskap, sögur og tungu. Rímnaskáldm héldu braglistinni hátt á lofti. Dýrir hættir voru aðalsmerki listar þeirra. Með því móti héldust hinar fornu meginreglur kveðskaparins við meðal þjóðarinnar, svo að enn særir það flest ís- lenzk eyru, ef rangt eru settir stuðlar og höfuðstafir eða áherzlum misþyrmt. Sakir hinna dýru hátta þurftu skáldin einnig að heyja sér orðaforða og nota kenningar að fornum sið. Þannig hélzt verulegur forði hins forna skáldamáls lifandi, og þekkingin á því, því að nrenn urðu að skilja kenningar og heiti rímnanna, og að lokum héldust kynnin af hinum fornu sögum við í rímun- um, sem alþýða manna las og lærði og raul- aði sér til dægrastyttingar. Sá þáttur, sem rímurnar þannig, þrátt fyrir allt, hafa átt í viðhaldi tungunnar, verður seint ofmetinn. Rímnaútgáfa sú, er hér skal gerð að um- talsefni, er ein hin vandaðasta, sem gerð hefur verið og unnin af fyllstu alúð og virð- ingu fyrir þessari bókmenntagrein. Er út- gáfan tileinkuð hinum brezka vísinda- manni, prófessor W. A. Cragie, sem öllum erlendum fræðimönnum fremur hefur kunnað að nreta íslenzku rímurnar, en hann átti áttræðisafmæli s.l. sumar. Útgáfunahafa þeir annast Finnur Sigmundsson og Björn K. Þórólfsson, skrifar Finnur um höfundinn en Björn um rímurnar fróðlegar ritgerðir og skemmtilegar. Höfundur rínrnanna, Guðmundur Berg- þórsson (1657—1705), var farlama frá bams- aldri, svo að eigi mátti hann lrreyfa sig öðru- vísi en skríðandi. Engu að síður var hann eitt mikilvirkasta skáld sinnar samtíðar, og orð nrikið fór af gáfum hans og vafalaust ekki um skör fram. Til eru eftir hann 13 rímnaflokkar í handritum, en eitthvað mun þó glatað. Auk þess orti hann fjölda kvæða, og lrafa sum þeirra náð geysivinsældum, svo senr Agnesarkvæði og Tólfsonakvæði, að ógleymdum Skautaljóðum. Það var því vel til fundið, að gefa einmitt út rímur eftir þetta höfuðskáld rímnakveð- skaparins, þegar til þess var tekið að gefa út vandaða rímnabók til heiðurs hinum aldna vísindamanni og íslandsvini. Olgeirs rímur eru ortar út af danskri sögu frá miðöldum, sem rakin er til sagnanna um Karlamagnús keisara. Eru rímurnar 60 að tölu og margar langar, enda er bókin tvö allgild bindi. Bragarhættir eru rnargir og furðu dýrir, og þótt mál sé stundum dönskuskotið, er það samt furðu lipurt, og má telja fullkomið af- rek af 23 ára gömlum manni, öldum upp við hin kröppustu kjör, að yrkja svo vold- ugan rímnabálk. Er aðdáunarvert, hvílíku valdi hann lrefur náð á máli og rími, jafn- framt því, sem hann þýddi efnið úr dönsku máli. Útgáfan er öll hin vandaðasta og snyrti- legasta, og eiga allir, sem þar hafa að unnið þakkir skildar fyrir starf sitt. Er þess að vænta, að fleiri slíkar útgáfur íslenzkra rímna fari á eftir. Mundi slíkt verða kær- komið öllum þeim, sem unna þjóðlegum menntum. Endurmirwingar frú Gyðu Thorlacius. Sigurjón Jónsson læknir sneri á ís- lenzku. Útg. ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík 1947. Árið 1801 fluttist ungur sýslumaður af íslenzkum ættum til Reyðarfjarðar og tók sýsluvöld í Suður-Múlasýslu. Hét hann 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.