Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 52

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 52
186 BÓKMENNTIR N. Kv Þórður Thorlacius. Kvæntur var hann ungri, danskri konu, Gyðu (Gythe) að nafni. Þau hjón dvöldust hér A landi til ársins 1815, lengst á Reyðarfirði, en síðustu árin á Eyrarbakka. Löngu síðar ritaði frú Gyða endurminningar sínar frá íslandi og gaf tengdasonur hennar þær út 1845. En því miður gaf hann minnisgreinarnar ekki út orðréttar, lreldur endursagði hann þær að miklu leyti. Aftur voru endurminningarnar gefnar út 1930, eftir lyrri útgáfunni, því að frumritið var þá glatað, og ni'i birtast þær í fyrsta sinn á íslenzku rúmri öld eftir að þær komu fyrst á prent á dönsku. Þótt endurminningar þessar fjalli ekki um stórviðburði, og furðumikið sé sagt frá sjúkdómum og andstreymi hinnar ungu konu, sem hingað fluttist ókunnug öllum landsháttum og óreynd í hvívetna, eru þær hinar hugðnæmustu aflestrar. Lesandanum verður ldýtt til höfundar, sem sýnilega er full velvildar og vill segja sem sannast og réttast frá. Okunnugleiki hennar á lands- \ enjum og lífinu gerir frásögnina oft barna- lega, en engu að síður aðlaðandi. Margan fróðleik er hér að finna um lífskjör manna og þjóðhætti í byrjun 19. aldar, má þar til nefna lýsinguna á ferðalagi þeirra hjónanna frá Reyðarfirði til Eyrarbakka, en sá þáttur hefur verið birtur í N. Kv. 1942. Er því góð- ur fengur að bók þessari á íslenzku. Þýðandinn hefur leyst verk sitt af hendi með ágætum. Málið er gott, og er þó engan veginn vandalaust að jrýða bókina, einkum þegar leitast er við að halda stíl frumritsins, en það hefur þýðanda tekist furðuvel. Þá hefur og þýð. bætt inn nokkrum skýringar- greinum, sem gera bókina mun aðgengi- legri lesandanum. Ytri frágangur er og allur hinn snotrasti. ÍSLAND. Ljósmyndir af landi og pjóð. Útg. ísaíoldarprentsmiðja. Rvík 1947. Þetta er 4. útgáfa af hinni ágætu mynda- b ;k um ísland, sem ísafoldarprentsmiðja hefur gefið út. Rraunar er fátt eitt sameig- inlegt með þessari útgáfu og hinum fyrri nema nafnið og hinn snjalli inngangur Pálma Hannessonar rektors, sem tvímæla- laust er hið bezta ágrip um ísland, sem skráð hefur verið, í seinni tíð a. m. k. Myndirnar eru langflestar nýjar og hafa ekki birzt fyrr á prenti. Hefst bókin á myndum frá Heklu- gosinu, en annars eru þar myndir frá fjölda- mörgum hinna fegurstu og sérkennilegustu staða á landinu. Hafa þeir Páll Jónsson aug- lýsingastjóri og Þorsteinn Jósefsson rithöf- undúr annast myndavalið og lagt til henn- ar drýgstan skerf allra Ijósmyndara. Er það í skemmstu máli að segja, að myndirnar eru stórvel gerðar og valdar, þótt vitanlega sakni maður einhvers. enda er svo fyrir að þakka, að fleiri eru fagrir staðir á íslandi, en myndir af þeim fengju rúmast í þessari bók. Það, sem lrelzt mætti að bókinni finna er það, að of fátt er þar rnynda af þjóðinni sjálfri, fólkinu og störfum þess, og deila má um, hversu heppilega mannamyndirnar séu valdar, sem ,,typur“ af þjóðinni, þótt vel séu þær gerðar af ljósmyndaranum. Myndabók þessi, sem flytur bæði íslenzk- an og enskan texta, er hin ágætasta land- kynning, og flytur ásamt hinum fyrri systr- um sínum mikinn og skemmtilegan fróðleik um landið. Arnold Gesell: Fósturdóttur úlfanna. Steingrímur Arason þýddi. Útg. ísa- foldarprentsmiðja. Rvík 1947. Margir hafa lesið sögurnar af Tarzan apa- bróður, og Mowgli fósturdóttur úlfanna, og dáðst að hinum undursamlegu æfintýrum frumskóganna. Bók sú, er hér um ræðir, seg- ir einnig frá barni, sem ólst upp með úlfum í frumskógum Indlands, en frásögnin er ekki klædd í neinn æfintýrabúning, heldur er þar einungis sagt frá staðreyndum. Ómálaga barni var rænt af úlfum, og hafð- ist það við meðal þeirra í 8 ár, og fara að vísu engar sögur af þeirri æfi. Síðan kornst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.